Við höldum áfram með jólalag dagsins og dag verður frumflutt nýtt jólalag eftir Þorstein Lýðsson.
Lagið sem við frumflytjum í dag er lagið Gott í skóinn og er það Þorsteinn sjálfur sem syngur lagið en faðir hans Lýður Ægisson samdi textann. En þeir feðgar hafa unnið að tónlist saman áður m.a. sendu þeir unni sjómannalagakeppni Rásar 2 á síðasta ári og hægt er að hlusta á það lag á www.ruv.is/poppland en lagið heitir Sól gyllir sundin.
Gott í skóinn
Lag Þorsteinn Lýðsson
Texti Lýður Ægisson
Dagarnir líða hægt í desember
þá dularfullir hlutir gerast hér.
Krakkarnir gleðjast – er kátur Sveinki treður jólasnjóinn.
Hó, hó, hó.
Á daginn Sveinki oftast sofandi er
en seint um nætur til ferða hann fer.
Þéttur á velli – hann þægum börnum gefur gott í skóinn.
Sveinki þekkir þann sem óþekkur er.
Ónýt kartafla í skóinn hans fer.
Því er betra fyrir börnin hér
að brosa þæg og góð.
Er rökkvar allir krakkar kannast við það
hve kært er bólið eftir notalegt bað.
Svo kemur pabbi inn með bók eða blað
og börnin kúra hljóð.
Er norðurljósin leiftra um geim
þau lýsa Rúdolf leiðina heim.
Krakkarnir gleðjast er glæstur sleðinn treður jólasnjóinn.
Hó,hó,hó.´
Á daginn Sveinki oftast sofandi er
en seint um nætur til ferða hann fer.
Þéttur á velli – hann þægum börnum gefur gott í skóinn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst