Bæjarstjórnin á að nota allan ágóðan í að lækka skuldir og á sama tíma lækka útsvar á bæjarbúa.

Eyjar.net heldur áfram að heyra í valinkunnum Eyjamönnum varðandi hvaða möguleika þeir sjá í stöðunni með söluhagnaðinn af Hitaveitu Suðurnesja. Að þessu sinni heyrðum við í Örvari Guðna Arnarssyni viðskiptafræðingi og starfsmanni Glitnis og fengum að heyra hvað hann leggur til. Spurningin er sú sama og áður: Ef þú værir bæjarstjórnin hvað myndirðu leggja til […]
1 deild: Hvað gerist í kvöld?

Eftir sigur í síðasta leik gegn Stjörnunni komust Eyjapeyjar tímabundið upp fyrir Fjölni í þriðja sæti en eftir sigur Fjölnis á Leikni og svo sigur Fjarðabyggðar á Reyni þá féll liðið aftur í fimmta sætið. Fimmta sætið hefur verið hlutskipti ÍBV liðsins í mestallt sumar en verði það niðurstaðan er ljóst að það skilar liðinu […]
Nauðsynlegt að ná sigri í kvöld

Í kvöld, klukkan 19.00 tekur ÍBV á mót Leikni í 16. umferð 1. deildar karla í knattspyrnu. Leikurinn er Eyjamönnum afar mikilvægur og í raun ekkert nema sigur sem kemur til greina ef liðið ætlar sér að eiga áfram möguleika á að komast upp í úrvalsdeild. ÍBV situr í fimmta sæti deildarinnar, fjórum stigum á […]
Eyjapeyi á stórtónleikum á Laugardalsvelli í kvöld.

Í kvöld verða afmælistónleikar KB Banka á Laugardalsvelli og hafa þeir KB Banka menn fengið Einar Bárðarson til að skipuleggja veisluna. Einar hefur fengið til sín stóran hóp tónlistarmanna og má búast við troðfullum Laugardalsvelli í kvöld. Á þessum tónleikum mun sönghópurinn Luxor koma í fyrsta skiptið fram og syngja opinberlega. Einn meðlima Luxor er Rúnar Kristinn Rúnarsson eyjapeyi […]
Bjarni Harðar og frú Elín fjarri jarðskjálftanum

Hjónakornin Bjarni Harðarson, þingmaður og Eílín Gunnlaugsdóttir tónlistarmaður eru á flakki um Perú sem varð illa út úr jarðskjálfta í gær. Bjarni bloggar reglulega um ferðalagið og kemur fram hjá honum í gær að þau séu fjarri jarðskjálftanum. Blogg Bjarna: (meira…)
Eygló býður sig fram til formennsku í Landsambandi framsóknarkvenna

Eygló Harðardóttir, sem var í fjórða sæti Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi í síðustu Alþingiskosningum, hefur ákveðið að bjóða sig fram sem formaður á landsþingi Landsbambands framsóknarkvenna. Þetta kemur fram á bloggsíðu Eyglóar en Bryndís Bjarnadóttir, núverandi formaður hyggst láta af formennskunni. Bloggfærslu Eyglóar má lesa hér að neðan. (meira…)
Opna Carlsberg mótið á morgun

Á morgun, laugardag fer fram Opna Carlsberg mótið í golfi. Leiknar verða 18. holur í höggleik, með forgjöf en verðlaun verða veitt fyrir þrjú bestu skorin með forgjöf. Auk þess verða veitt verðlaun fyrir besta skor og nándarverðlaun. Mótið hefst klukkan 13:00 og hefja allir leik á sama tíma. (meira…)
Yngstu börnin í austurbænum fara yfir 7-8 götur á 3 km göngu sinni í Hamarsskóla

Grétar Ómarsson veltir upp athyglisverðu sjónarhorni á bloggsíðu sinni gretaro.blog.is sem er leiðin sem yngstu nemendurnir þurfa að fara úr austurbænum vestur í Hamarsskóla. Hvetur hann foreldra barna á þessu svæði að þrýsta á bæjaryfirvöld að skólarúta fari frá Barnaskólanum að Hamarsskóla. Annars þurfi börnin, allt niður í sex ára, að fara yfir sjö til […]
Menningarveislu Sólheima lýkur

Laugardaginn 18. ágúst er komið að síðustu tónleikunum í Menningarveislu Sólheima þetta árið. Það er sópransöngkonan Þórunn Elín Pétursdóttir og píanóleikarinn Anna Rún Atladóttir sem að ljúka sumrinu á Sólheimum. Á efnisskránni er að finna barnalög eftir Grieg, Bernstein og Jóhann G. Jóhannson. Tónleikarnir hefjast klukkan 14:00 í Sólheimakirkju. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. […]
Eygló Harðardóttir býður sig fram til formanns LFK

Laugardaginn 18.ágúst verður haldið landsþing Landssambands Framsóknarkvenna (LFK) og mun núverandi formaður Bryndís Bjarnadóttir ekki gefa kost á sér til áframhaldandi formennsku. Eygló Harðardóttir hefur ákveðið að sækjast eftir formennsku í LFK í kjölfar ákvörðunar Bryndísar. Eygló hefur tekið þátt í starfi Framsóknarflokksins síðustu ár og skipaði Eygló 4.sætið á lista framsóknarmanna í Suðurkjördæmi við […]