Pökkuðu hassi og LSD með kaffi og harðfiski og sendu með flugvél

Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt karlmann og konu í skilorðsbundið fangelsi og til að greiða sekt. Fólkið faldi rúm 10 grömm af amfetamíni, tæp 3 grömm af hassi, 1 gramm af maríjúana og 4 skammta af LSD í kaffipakka og pakkaði inn ásamt harðfiski og sælgæti og sendu til Vestmannaeyja með flugvél frá Reykjavík.Pakkinn var stílaður […]

Gætum bæði verið sjálfstætt starfandi í eyjum

www.eyjar.net heldur áfram að heyra í brottfluttum eyjamönnum bæði innanlands sem og erlendis með þeim tilgangi að fá að vita hvar þau eru stödd í lífinu og hvaða viðhorft þau hafa til Vestmannaeyja. Að þessu sinni heyrðum við í Gísla Geir Tómassyni og Lilju Björg Arngrímsdóttir en í dag búa þau í kópavoginum. Nöfn: Gísli […]

Margrét Lára valin best

Margrét Lára Viðarsdóttir, leikmaður Vals, var í dag valin besti leikmaður 13.-18. umferða Landsbankadeildar kvenna. Besti þjálfarinn var valinn Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari Vals.   Þá var einnig lið umferðanna valið en eftirfarandi leikmenn skipa það:   Markvörður: Guðbjörg Gunnarsdóttir, Val.   Varnarmenn: Alicia Wilson, KR – Ásta Árnadóttir, Val – Guðný Björk Óðinsdóttir, Val.   […]

Leikmenn Unglingaflokks kvenna semja við ÍBV

Í gærdag var skrifað undir samninga við 14 leikmenn í Unglingaflokki kvenna í handbolta en skrifað var undir í Íþróttahúsinu. 12 af þessum 14 leikmönnum eru á yngsta ári í Unglingaflokki og því verður góður hópur til staðar í vetur. Þessar stelpur eru framtíðin sem félagið ætlar að byggja á svo hægt sé að stuðla […]

Tonnið af þorski dýrmætara á Vestfjörðum en annarsstaðar á landinu?

Þessi endalausa dekur við Vestfirðinga er orðið þjóðinni til skammar. Ég hef svo sem bent á það áður, en grein Árna Johnsen í Morgunblaðinu í morgun vakti mig til umhugsunar um kvótaaðstoðina sem ríkisstjórnin kynnti í síðustu viku. Ég er ekki hissa á að Grindvíkingar séu ósáttir. Það er ekki minnst á þá í tillögum […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.