Aflaverðmæti eykst um 12% milli ára

Aflaverðmæti íslenskra skipa nam 51,9 milljarði króna á fyrstu sjö mánuðum ársins 2007 samanborið við 46,4 milljarða á sama tímabili 2006. Aukningin nemur 5,5 milljörðum króna eða 11,8% milli ára. Aflaverðmæti júlímánaðar nam 5,4 milljörðum en í júlí í fyrra var verðmæti afla 6 milljarðar. Aflaverðmæti botnfisks var í lok júlí orðið 38,2 milljarður miðað […]

Ian Jeffs eini leikmaður ÍBV í liði ársins í 1. deild

Síðdegis í dag var lið ársins í 1. deild opinberað í höfuðstöðvum KSÍ í Laugardal en vefurinn Fótbolti.net stendur fyrir valinu. Það eru þjálfarar og fyrirliðar deildarinnar sem völdu lið tímabilsins en Ian Jeffs er eini leikmaður ÍBV sem komst í ellefu manna byrjunarlið 1. deildar sumarið 2007. (meira…)

spila alltaf með annað augað opið.

Í vetur munu vikulega birtast á vefsíðunni www.ibvfan.is leikmannakynning á leikmönnum ÍBV í handbolta. www.ibvfan.is og www.eyjar.net hafa gert með sér samkomulag að fylgja strákunum í handboltanum eftir í vetur og reyna fylgjast vel með því sem þeir eru að gera. Fyrsta leikmannakynningin er við Sigurð Bragason fyrirliða ÍBV. Nafn ?Sigurður Bragason Aldur ?Rúmlega 20 […]

Sjónvarpsvísirinn fær andlitslyftingu

Í dag kemur út Sjónvarpsvísir eins og venjulega nema að Gísli Foster og félagar settu gamla sjónvarpsvísin í andlitlyftingu og í dag fer í dreifingu nýr og glæsilegur sjónvarpsvísir fyrir Vestmannaeyjar.   Meðal ástæðna fyrir þessari breytingu er samstarf prentsmiðjunar Eyrúnar og 2B company sem gefur út Sjónvarpsvísi Suðurlands. Búið er að sameina útlitin á […]

Aðalfundur Landssambands smábátaeigenda

Einar Kristinn Guðfinnsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra fjallaði um niðurskurð þorskaflaheimilda, byggðakvóta, línuívilnun og fleira í ræðu sinni á aðalfundi Landssambands smábátaeigenda sem haldinn var á Grand Hóteli í dag. Í umfjöllun um niðurskurð þorskafla á yfirstandandi fiskveiðiári fór ráðherra m.a. yfir helstu forsendurnar sem lágu til grundvallar ákvörðuninni og kvaðst jafnframt skilja að skiptar skoðanir […]

Áhöfn Álseyjar VE 2 bloggar

Það færist í aukana að áhafnir á skipum geti tengst við netið úti á sjó og með því móti er auðveldara fyrir áhafnir að fylgjast með fréttum líðandi stundar. Einnig opnar þetta möguleika fyrir fjölskyldur í landi, vini og áhugasama að fylgjast með gangi mála á sjónum. Áhöfn Álseyjar VE 2 heldur úti bloggsíðu þar […]

Vestmannaey seld til Argentínu

Útgerðarfyrirtækið Bergur-Huginn hf. hefur selt togarann Vestmannaey sem hefur legið við bryggju síðustu misseri. Útgerðin fékk tvo nýja báta á árinu, Vestmannaey og Bergey og var gömlu Vestmannaey í kjölfarið lagt. Hið gamla aflaskip mun fá nýtt hlutverk við strendur Argentínu en það er spænskt útgerðarfyrirtæki sem keypti skipið. (meira…)

Hvað myndi ég gera

Það hefur verið mikil og málefnaleg umræða um Stofnfjáreigendur Sparisjóðsins á kaffistofunni í dag. Nokkrir Stofnfjáreigendur hafa meðal annars komið og rætt málin. Sitt sýnist hverjum og er þetta mörgum ábyggilega erfið staða, meðan öðrum líður bara vel með að sjá verðmiðann á pakkanum.   Ég er viss um að maður hugsaði nákvæmlega eins ef […]

Menningarráð Suðurlands, verkefnastyrkir til menningarstarfs á Suðurlandi

Menningarráð Suðurlands auglýsir eftir umsóknum um styrki á grunni samnings sveitarfélaga á Suðurlandi og menntamálaráðuneytis og samgönguráðuneytis um menningarmál Veita á styrki til menningarstarfs og menningartengdrar ferðaþjónustu á Suðurlandi. Ein úthlutun verður árið 2007, í byrjun nóvember. Umsóknarfrestur er til og með 26. október. Ætlunin er að tilkynna um úthlutun í byrjun nóvember. Einstaklingar, félagasamtök, […]

Samgönguráðherra vill ekki færa Reykjavíkurflugvöll

Kristján L. Möller samgönguráðherra sagði í kvöldfréttum á Stöð 2 að Dagur B. Eggertsson borgarstjóri væri velkominn í heimsókn hvenær sem er en ítrekaði jafnframt að hann hefði ávallt verið þeirrar skoðunar að flugvöllurinn ætti að vera í Vatnsmýrinni og tók fram að til stæði að byggja hann upp svo að Iceland Express gæti fengið […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.