Aukin ferðatíðni er aðalatriðið

Starfsfélagi, yfirmaður, fjölskylduvinur og kórstjóri minn, Guðmundur H. Guðjónsson, sendir mér nokkur skot í grein sinni í síðustu Fréttum. Þar finnst honum ég ósanngjarn í umræðu minni um grein Gísla Jónassonar sem birtist í Morgunblaðinu sunnudaginn 21. október. Þar segir hann mig telja Gísla hinn mesta ósannindamann þar sem hann noti ekki sömu reikniformúlu og […]

Magnús Kristinsson bendlaður við kaup á Skeljungi

Fyrir ekki svo löngu síðan setti eignarhaldsfélagið Fons sem er í eigu Pálma Haraldssonar sem er eigandi Skeljungs fyrirtækið í sölumeðferð hjá Glitni. Núna stendur yfir áreiðanleikakönnun á Skeljungi og er gert ráð fyrir því að henni muni ljúka á eftir þrjár til fjórar vikur. Eftir að áreiðanleikakönnun á félaginu liggur fyrir munu núverandi eigendur […]

Ljúft

Jæja, ég hef ekkert látið heyra í mér í tvær vikur núna, eða ekki síðan ég var í Berlín. Berlín var helvíti skemmtileg alveg, frábær ferð og alveg gjörsamlega þessara 95 evra virði. Okkur gafst samt voðalega lítill tíma til að skoða okkur um borgina eins og við ætluðum okkur, svo túristapakkinn verður að bíða […]

Súkkulaðimús með sósu

Þessa uppskrift fengum við frá lesenda eyjar.net á netfangið eyjar@eyjar.net. Ef að þú hefur góða uppskrift sem þú vilt deila með öðrum endilega sendu hana á okkur og við birtum hana.   250 gr suðusúkkulaði saxað4 egg aðskilin150 gr smjör mjúkt¼ bolli rjómi45 gr sykurSósa:1 dl rjómi1 msk skyndikaffi2 msk vatn1 msk kakó Bræðið súkkulaðið […]

ÍBV enn án sigurs eftir 7 leiki

Í gærkvöldi áttust við ÍBV og Akureyri í úrvalsdeild karla í handknattleik en fyrir bæði þessi lið verma botnsæti deildarinnar, Eftir þennan leik er ÍBV í neðsta sæti með 0 stig en Akureyri er komið með 4 stig. Það var á fyrstu mínútu leiksins að Akureyringar urðu fyrir því að missa Jónatan Magnússon af velli […]

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.