Herjólfur tefst vegna veðurofsans

Herjólfur, er nú staddur fjórtán mílum undan Vestmannaeyjum. Mikið hvassviðri er við Eyjarnar og því er talið að skipið ná ekki að landi fyrr en um tvöleytið í nótt. Skipið átti að koma til Eyja um klukkan tíu í kvöld. (meira…)
Illa slasaður eftir árekstur

Fólksbíll rann í hálku í veg fyrir jeppling í Hveradalabrekku á Hellisheiði um klukkan hálf níu í kvöld. Bílstjórar voru einir í bílunum og slasaðist annar þeirra töluvert, að sögn lögreglu. Hellisheiði var lokað um stund vegna slyssins. (meira…)
Ekkert þunglyndi hjá leikmönnum ÍBV

Þótt gengi ÍBV í handbolta hafi ekki verið upp á sitt besta, hafa leikmenn liðsins ekki lagst í þunglyndi. Um leið og snjó festi á jörð tóku erlendu leikmennirnir Sergey Trotsenko, frá Úkraínu, Nikolay Kulikov, frá Rússlandi og Zilvinas Grieze, frá Litháen, sig saman og bjuggu til þessa myndarlegu, austur-evrópsku snjókarla (meira…)
Suðurey in the middle of nowhere

Á vefsíðu Helga nokkurs Ólafssonar http://helgi.vinirketils.com er að finna tengil á vefsíðu sem að birtir myndir af húsum sem vefsíðan flokkar undir hús sem eru stödd “In the middle of nowere”. Þessi skilgreining á kofa þeirra Suðureyinga gleður Helga mikið enda Helgi einn af svokölluðum Bröndurum. Helgi segir m.a. á vefsíðu sinni þetta um Suðureyinga:“Vil […]
Jet Black Joe með Pál Rósinkrans í broddi fylkingar

Í Laugardalshöll þann 16.maí ásamt félögum úr Gospelkór Reykjavíkur undir stjórn Óskars Einarssonar, einnig koma fram fjöldi söng & gestahljóðfæraleikara. Forsala miða hefst: Þriðjudaginn 11.desember kl. 10:00 á midi.is, Skífunni & verslunum BT úti á landi. Tryggði þér miða í tíma á þennan einstaka viðburð. Takmarkað magn miða í boði. Miðaverð, A svæði kr. 6900 […]
Veðurstofan sendir frá sér viðvörun
Viðvörun: Búist er við stormi og talsverðri rigningu sunnan- og vestanlands seint í dag. Spá: Vaxandi suðaustanátt og þykknar upp, 18-25 m/s síðdegis og talsverð slydda eða rigning sunnan- og vestanlands í kvöld. (meira…)
Skuldamál ÍBV íþróttafélags rædd á spjallsíðu félagsins

Frétt birtist í Vaktinni í síðustu viku, um að hugsanlega yrði byggingu knattspyrnuhúss frestað um eitt ár. Í staðinn myndi Vestmannaeyjabær greiða ÍBV íþróttafélagi ákveðna upphæð, ígildi vaxta af byggingarupphæðinni. Einar Hlöðver Sigurðsson hefur bryddað uppá umræðu um skuldastöðu ÍBV og fengið gríðarleg viðbrögð á spjallsíðu félagsins og þá einnig um frestun á byggingu knattspyrnuhússins. […]
Snjótittlingur við Bókasafnið

Talsverður snjór er í Eyjum dag og fallegt var um að litast í morgunsárið. Egill Egilsson var á sinni venjubundnu morgungöngu og smellti myndum ótt og títt af landslagi og mannlífi morgunsins. Fyrir utan Bókasafnið sá hann þetta listaverk og stóðst ekki að mynda það. Ekki er hægt að segja annað en að það sé […]
Dodge auglýsir Eyjar

Íslendingum flestum er kunnugt um þá gríðarlegu náttúrufegurð sem víða er að finna í Vestmannaeyjum. Þótt landfræðileg einangrunin valdi okkur stundum vanda þá ljær hún umhverfinu sérstakt andrúmsloft sem hrífur og laðar. (meira…)
Á bærinn er borga upp skuldir ÍBV íþróttafélags?

Á spjallborði www.ibv.is hefur farið fram undafarnadaga umræða um það hvort Vestmannaeyjabær eigi að greiða upp skuldir ÍBV Íþróttafélags en samkvæmt spjallinu eru skuldir félagsins um 80 milljónir króna. Sitt sýnist hverjum í þessu en upphaf þessarar umræðu má líklega rekja til þess orðróms að ÍBV hafi boðið Vestmannaeyjabær að festa framkvæmdum á knattspyrnuhúsi um […]