Eyjastúlkur fór á kostum í seinni hálfleik

Kvennalið ÍBV vann í kvöld sannfærandi sigur á Haukum í 1. deild kvenna en liðin áttust við í blíðunni á Hásteinsvelli. Eyjastúlkur voru sterkari aðilinn allan leikinn en áttu í erfiðleikum með að skapa sér alvöru marktækifæri í fyrri hálfleik. Gestirnir komust yfir undir lok fyrri hálfleiks, nokkuð gegn gangi leiksins en leikmenn ÍBV voru […]
Sundhöll Selfoss opnar í fullri virkni á morgun 12. júní
Sundhöll Selfoss opnar í fullri virkni á morgun fimmtudaginn 12. júní. Pottarnir hafa verið opnir síðustu daga sem og innilaugin. Á morgun komast því útilaugin og barnalaugin í gagnið aftur. Þetta eru mikil gleðitíðindi enda er veðurspáin góð fyrir morgundaginn sem og næstu daga. (meira…)
Fróði ll ÁR 38 landar eftir fyrstu veiðiferðina
Nýtt skip Fróði ll ÁR 38 var að koma úr sinni fyrstu veiðiferð í morgun til Þorlákshafnar. Aflinn var 54 kör af humri og um 30 kör af fiski. Fróði ll kemur í stað hins mikla aflaskips frá Stokkseyri Fróði ÁR 33 sem er aflahæsta skipið á yfirstandandi humarvertíð og greint hefur verið frá reglulega […]
�?orskkvótinn verður 130 þús. tonn á næsta fiskveiðiári
Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra segir að þorskkvótinn á næsta fiskveiðiári verði 130 þúsund tonn. Það sé í samræmi við samþykktir ríkisstjórnarinnar í fyrra. Þetta kom fram í viðtali við ráðherrann í fréttum Ríkisútvarpsins. Einar sagði jafnframt að hann myndi í lok vikunnar kynna tillögur sínar um kvóta annarra fisktegunda (meira…)
Vilja endurskoða rannsóknaraðferðir við mat á stofnstærð og veiðiþol einstakra tegunda

Stjórn Útvegsbændafélags Vestmannaeyja lagði fram á almennum fundi félagsins samþykkt vegna tillagna Hafró um hámarksafla á næsta fiskveiðiári. Í samþykktinni kemur fram að tillögur Hafró séu félagsmönnum mikil vonbrigði og segja mikið ósamræmi milli tillagnanna og þess góða ástands sem sjómenn og útgerðarmenn hafa upplifað á miðunum í kringum landið. Þá vilja félagsmenn endurskoða rannsóknaraðferðir […]
Sjö milljarða króna Landeyjahöfn
Sjö milljarða króna framkvæmd við Landeyjahöfn í Bakkafjöru hefst í sumar. Áætlað er að Landeyjahöfn ásamt nýrri Vestmannaeyjaferju verði tekin í notkun síðsumars árið 2010. Ferðatími frá Vestmannaeyjum til Reykjavíkur styttist um eina og hálfa klukkustund. Siglingatíminn styttist mun meira. (meira…)
Lélegasti leikurinn okkar í sumar

Heimir Hallgrímsson þjálfari Eyjamanna var sáttur með sigur sinna manna gegn Víkingi í kvöld en var ekki ánægður með spilamensku liðsins. „Ég er ánægður með að fá þrjú stig gegn Víkingi sem var spáð efsta sætinu en þetta var arfaslakur leikur hjá okkur og bara leikurinn í heild sinni,“ sagði Heimir í samtali við Fótbolta.net […]
Sumarferð Stokkseyringafélagsins
Hin árlega sumarferð Stokkseyringafélagsins í Reykjavík verður farin laugardaginn 14. júní n.k. Farið verður frá Stokkseyri til Stokkseyrar. Eldri borgara á Stokkseyri, en þeir hafa aðstöðu í Ásgeirsbúð á Stokkseyri, munu koma með í ferðina. Ferðin hefst á Stokkseyri við Ásgeirsbúð kl:10:00 þar sem heimamenn koma í rútuna og farið til Reykjavíkur og stoppað í […]