Kvennalið ÍBV vann í kvöld sannfærandi sigur á Haukum í 1. deild kvenna en liðin áttust við í blíðunni á Hásteinsvelli. Eyjastúlkur voru sterkari aðilinn allan leikinn en áttu í erfiðleikum með að skapa sér alvöru marktækifæri í fyrri hálfleik. Gestirnir komust yfir undir lok fyrri hálfleiks, nokkuð gegn gangi leiksins en leikmenn ÍBV voru ekkert að tvínóna við hlutina, tóku miðju og nokkrum sekúndum síðar lá boltinn í netinu. Glæsilega gert.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst