Stjórn Útvegsbændafélags Vestmannaeyja lagði fram á almennum fundi félagsins samþykkt vegna tillagna Hafró um hámarksafla á næsta fiskveiðiári. Í samþykktinni kemur fram að tillögur Hafró séu félagsmönnum mikil vonbrigði og segja mikið ósamræmi milli tillagnanna og þess góða ástands sem sjómenn og útgerðarmenn hafa upplifað á miðunum í kringum landið. Þá vilja félagsmenn endurskoða rannsóknaraðferðir við mat á stofnstærð og veiðiþol einstakra tegunda en samþykktina má lesa í heild sinni hér að neðan.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst