Ferðasjóður íþróttafélaga hefur fengið árlegt framlag á Fjárlögum Alþingis, allt frá árinu 2007. Sjóðurinn er hugarfóstur Stefáns Jónassonar bæjarfulltrúa í Vestmannaeyjum og það er ánægjulegt að Alþingi bætti verulega í ferðasjóðinn og vegna keppnisferða ársins 2017 fær íþróttafólk í Vestmannaeyjum um 1 milljón á mánuði eða 12.203.727 úthlutað fyrir árið 2017.
Það er mikilvægt að Alþingi hefur aukið framlög sín í Ferðasjóð íþróttafélaganna á síðustu árum og þannig komið betur til móts við ferðakostnað félaganna enda er hann oft á tíðum þyngsti kostnaðurinn í ársreikningum flestra íþróttafélaga á landsbyggðinni. Við þekkjum það öll hvað þessi búbót er mikilvæg fyrir rekstur íþróttafélaganna og buddu foreldranna sem oft á tíðum verða að standa undir ferðakostnaði barna sinna til fjarlægari keppnisstaða. Eftir að ég sjálfur sé rekstur íþróttafélaganna í meiri fjarlægð dáist ég meir og meir af þeim einstaklingum sem leggja á sig mikla samfélagslega vinnu við að halda úti rekstri félaganna sem sjaldan er þakkaður.
Það eru margir frammámenn í íþróttahreyfingunni í Eyjum sem hafa gert góða hluti, en fáir sem hafa haft jafn viðtæk áhrif og koma jafn mörgum til góða og hugmynd Stefáns Jónassonar um ferðasjóð til handa íþróttamönnum á landsbyggðinni.
Til upplýsinga fyrir lesendur greinarinnar birti ég lista yfir úthlutanir vegna ársins 2017 og minni okkur þingmenn á hvað það er mikilvægt að auka enn frekar framlög í Ferðasjóð íþróttafélaga til að auðvelda rekstur þeirra. Á árinu 2017 bárust Ferðasjóði íþróttafélaga 250 umsóknir frá 129 félögum úr 21 íþróttahéraði vegna 2.972 keppnisferða í 21 íþróttagrein.
Íþróttahérað |
Úthlutun |
Héraðssamband Snæfellsness og Hnappadalssýslu |
3.047.875 |
Héraðssambandið Skarphéðinn |
3.692.935 |
Héraðssamband Strandamanna |
22.806 |
Héraðssamband Vestfirðinga |
10.191.688 |
Héraðssamband Þingeyinga |
4.522.277 |
Íþróttabandalag Akraness |
1.181.801 |
Íþróttabandalag Akureyrar |
29.993.437 |
Íþróttabandalag Hafnarfjarðar |
2.869.112 |
Íþróttabandalag Reykjavíkur |
14.434.905 |
Íþróttabandalag Vestmannaeyja |
12.203.727 |
Íþróttabandalag Reykjanesbæjar |
2.281.960 |
Íþróttabandalag Suðurnesja |
2.107.364 |
Ungmenna- og íþróttasamband Austurlands |
17.326.598 |
Ungmenna- og íþróttasamband Fjallabyggðar |
924.259 |
Ungmennasamband Borgarfjarðar |
48.392 |
Ungmennasamband Eyjafjarðar |
832.572 |
Ungmennasamband Kjalarnesþings |
9.595.816 |
Ungmennasamband Skagafjarðar |
4.961.372 |
Ungmennasamband Austur-Húnvetninga |
14.296 |
Ungmennasambandið Úlfljótur |
5.909.373 |
Ungmennasamband Vestur-Húnvetninga |
836.259 |
Samtals |
126.998.824 |
Ásmundur Friðriksson alþingsmaður. |
|
|
|
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst