Lundinn að setjast upp á sumardaginn fyrsta sem er bara gaman og hefur gerst áður, en alltaf jafn gaman að sjá hann koma. Reyndar eru 4 dagar síðan hann mætti norður í Grímsey, en hann fer líka þaðan fyrr.
Ég ætla að vera bara bjartsýnn fyrir þetta lundasumar og í sjálfu sér ástæða til, enda mikið af bæjarpysju síðustu ár, en vonandi fer hún að skila sér sem unglundi í sumar, Stærsta fréttin er hinsvegar sú að í lok síðasta árs þá felldi bæjarstjórn Vestmannaeyja áður samþykkta ákvörðun um að ríkið fengi yfiráð yfir fjöllunum okkar sem er gott og afar ánægjulegt að sumir sem höfðu samþykkt þetta áður sáu að sér. Svo sannarlega vonum við öll að mikið verði af lunda í sumar og mikið af pysju í haust.
Gleðilegt sumar allir.




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.