Íbúalýðræði í orði en ekki á borði
30. janúar, 2021

Á fundi bæjarstjórnar Vestmannaeyja á fimmtudaginn var, bar Njáll Ragnarsson, fulltrúi Eyjalistans upp eftirfarandi tillögu:

Bæjarstjórn er sammála afgreiðslu framkvæmda- og hafnarráðs. Bæjarstjórn felur Helgu Hallbergsdóttur, fyrrv. safnstjóra í Sagnheimum, Kára Bjarnasyni, forstöðumanni Safnahúss Vestmannaeyja og Ólafi Snorrasyni, framkvæmdastjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs, að leggja mat á muni bæjarins er varða útgerðarsögu Vestmannaeyja og setja fram hugmyndir um framtíðarvarðveislu þeirra.

Hópnum er m.a. falið að kanna hvort hægt sé að koma vélbátnum Létti fyrir í húsnæði Vestmannaeyjahafnar á Skanssvæðinu og varðveita þar bátinn og aðrar sjóminjar. Hópnum er sömuleiðis falið að leggja mat á þann kostnað sem fælist í verkefninu.

Þá skal sömuleiðis kanna möguleikann á að smíða líkan af m/b Blátindi sem yrði til sýnis í húsinu til að varðveita sögu skipsins. Hópurinn mun skila skýrslu til bæjarráðs eigi síðar en í lok mars 2021.

Tillagan var samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

Tvö mál tiltekin sem henti vel í íbúakosningu – bæði afgreidd af bæjarstjórn

Í október sl. var tekið fyrir á sama vettvangi í tengslum við fjölgun bæjarfulltrúa úr 7 í 9, breytingartillaga frá Njáli Ragnarssyni.

Í breytingartillögunni sagði að bæjarstjórn samþykki að fela bæjarráði að móta verklag til framtíðar er varðar íbúalýðræði, íbúafundi og íbúakosningar. Bæjarráð skili til bæjarstjórnar tillögum um þau málefni sem koma til kasta bæjarstjórnar og eru vel til þess fallin að kanna hug bæjarbúa til þeirra.

Til hliðsjónar þessari vinnu skal bæjarráð ræða möguleika á því að kanna hug bæjarbúa m.a. til fjölgunar bæjarfulltrúa sbr. nýsamþykkta bæjarmálasamþykkt Vestmannaeyjabæjar, framtíð M/b Blátinds auk annarra málefna sem bæjarráð telur til þess fallin að fari í slíkan farveg.

Að endingu sagði í tillögunni að bæjarráð skuli skila minnisblaði þess efnis til bæjarstjórnar eigi síðar en í desember.

Breytingartillaga Njáls við tillögu sjálfstæðismanna var samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

Vinnan við minnisblaðið hefur tafist

Eyjar.net sendi fyrirspurn á Angantý Einarsson, framkvæmdastjóra stjórnsýslu- og framkvæmdasviðs Vestmannaeyjabæjar í gær með ósk um að fá að sjá umrætt minnisblað sem átti að liggja fyrir í desember.

Svar Angantýs var á þá leið að Njáll Ragnarsson, bæjarfulltrúi, hafi farið aðeins yfir málið á bæjarstjórnarfundi á fimmtudag í tengslum við umræðu um Blátind. Vinnan við minnisblaðið hefur tafist og það liggur ekki fyrir.

Af þessu má sjá að bæði málin sem nefnd eru í tillögu Njáls í október, þ.e. möguleika á því að kanna hug bæjarbúa m.a. til fjölgunar bæjarfulltrúa og kanna hug bæjarbúa um framtíð M/b Blátinds hafa farið sína leið í bæjarkerfinu og hlotið fullnægðarsamþykkt bæjarstjórnar.

Reyndar fæst smá sárabót fyrir þá sem bera hag Blátinds fyrir brjósti, því kanna á möguleikann á að smíða líkan af bátnum sem yrði til sýnis til að varðveita sögu skipsins.

“Leggjum áherslu á aukið íbúalýðræði, samráð við íbúa í Vestmannaeyjum”

Ef farið er lengra aftur í tímann og rifjað upp hvað Njáll Ragnarsson, oddviti Eyjalistans sagði í aðdraganda kosninga í viðtali á Eyjar.net sést að honum var umhugað um að virkja íbúalýðræðið.

Grípum niður í viðtalið:

 Af hverju ættu kjósendur að kjósa Eyjalistann, fremur en aðra flokka?

,,Vegna þess að við viljum starfa í þágu allra bæjarbúa. Við leggjum áherslu á aukið íbúalýðræði, samráð við íbúa í Vestmannaeyjum og bætta stjórnsýsluhætti. Við stöndum fyrir ákveðnum breytingum sem við viljum gera til hagsbóta fyrir alla íbúa í Vestmannaeyjum.”

Ekki eitt einasta mál í íbúakosningu

Ekki er langt síðan að rifjað var upp hér á Eyjar.net hvað annar bæjarfulltrúi meirihlutans sagði í aðdraganda kosninga, um aukið gagnsæi í ráðningarferli Vestmannaeyjabæjar og Herjólfs ohf.

Nú þegar tæplega ¾ eru búnir af kjörtímabilinu minnist skrifari þess ekki að núverandi meirihluti hafi farið með eitt einasta mál í íbúakosningu.

Það má því spyrja sig, var allt tal um aukið íbúalýðræði bara í orði en ekki á borði?

 

Tryggvi Már Sæmundsson

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
Forsida 17 Tbl EF Min
17. tbl. 2024

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson

NÝBURAR

IMG 2234 800x800
28. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Helen Dögg Karlsdóttir og Gísli Ingi Gunnarsson
Mest lesið
viðburðir
Sjóslys 16des1924 Teikning 10des2024
16. desember 2024
16:00
Dagskrá í Sagnheimum um sjóslysið við Eiðið fyrir 100 árum
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst