Í þriðja þætti er rætt við Björgvin Sigurjónsson, Kúta á Háeyri, um líf hans og störf á landi og á sjó. Kúti hefur afrekað margt og gaman er að fá að heyra hvað á daga hans hefur drifið.
Í seinni hluta þáttarins höldum við áfram að hlusta á viðtal sem að Þremenningarnir úr stjórn Vestmannaeyjafélagsins Heimaklettur tóku upp á árunum 1953-1954. Viðtalið sem við fáum að heyra í dag var tekið við séra Jes A. Gíslason sem fæddur var 28. maí 1872 og lést 7. febrúar 1961. Rifjar hann upp fyrir okkur æsku sína. Skemmtilegt er að hlusta á þessi viðtöl og fara aftur í tímann í huganum og ímynda sér hvernig lífið var hér áður fyrr.
Endilega fylgjið okkur á Facebook, Instagram og Twitter undir nafninu Vestmannaeyjar – Mannlíf og saga.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst