Hörður Orri nýr formaður ÍBV

Aðalfundur ÍBV-íþróttafélags var haldinn í kvöld. Þar bar hæst formannsskipti hjá félaginu. Áður hafði Sæunn Magnúsdóttir, formaður aðalstjórnar tilkynnt um að hún hygðist láta af formennsku hjá félaginu. Á fundinum var Hörður Orri Grettisson kjörinn nýr formaður aðalstjórnar. Hörður þekkir ágætlega til innan félagsins en hann var áður framkvæmdastjóri félagsins auk þess að sitja í […]
Fjölmennt á útifundi hjá Jóni Gnarr

Það var vel mætt á framboðsfund Jóns Gnarr sem haldinn var fyrir utan Tangann í dag. Á þriðja hundrað manns voru viðstaddir fundinn. Jón hélt stutta ræðu í upphafi og í kjölfarið tók Tvíhöfði við. Þar tóku þeir félagar Jón og Sigurjón Kjartansson nokkur vel valin lög og enduðu á framboðslagi Jóns. Myndasyrpu frá fundinum […]
The Puffin Run á 5 mínútum

The Puffin Run var haldið um síðustu helgi. Metþáttaka var í hlaupinu. Hér að neðan má sjá hlaupið gert upp í flottu myndbandi Haldórs B. Halldórssonar. Sjón er sögu ríkari. https://eyjar.net/vedrid-lek-vid-hlauparana-myndir/ (meira…)
Vel heppnað kvöld hjá ÍBV

Í gær voru haldin glæsileg konu- og karlakvöld knattspyrnudeildar ÍBV. Konurnar skemmtu sér á Háaloftinu þar sem Jónsi hélt uppi stuðinu. Á meðan komu karlarnir sér fyrir í Kiwanishúsinu og þar sáu þeir Sigmundur Davíð og Brynjar Níelsson um að halda uppi aga á karlpeningnum. Borðin svignuðu svo undan glæsilegum kræsingum sem á borð voru […]
Fór yfir stöðuna í stjórnmálunum

Í gær var stjórnmálafundur í Eyjum með Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Miðflokksins. Þar fór Sigmundur Davíð yfir stöðuna í stjórnmálunum í dag og auk þess að svara spurningum úr sal. Fundurinn var líflegur og fékk Sigmundur fjölda fyrirspurna frá fundarmönnum um hin ýmsu mál. Ljósmyndari Eyjar.net leit við í Akóges og smellti meðfylgjandi myndum frá […]
Tónskáldakvöld með Marínu Ósk & Ragnari Ólafssyni

17. maí næstkomandi kl. 21:00 halda Marína Ósk og Ragnar Ólafsson hugljúfa tónleika í Alþýðuhúsinu í Vestmannaeyjum. Leikin verða frumsamin lög Marínu og lög Ragnars í bland við þekkta gullmola, að því er segir í tilkynningu frá skipuleggjendum. Tónskáldin fóru nýlega tónleikaferðalag hringinn og léku á alls 12 tónleikastöðum, við hlýlegar og góðar undirtektir. Nú […]
Aðalfundur ÍBV-íþróttafélags í dag

Aðalfundur ÍBV-íþróttafélags verður haldinn í dag, fimmtudaginn 9. maí. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf – ársreikningur lagður fram til umræðu og samþykktar og stjórnarkjör. Líkt og Eyjar.net greindi frá í síðasta mánuði mun Sæunn Magnúsdóttir, formaður aðalstjórnar láta af formennsku í félaginu. Fundurinn hefst klukkan 18:00 í Týsheimilinu. https://eyjar.net/haettir-sem-formadur-ibv/ (meira…)