Saga Vestmannaeyja í hálfa öld

Þorsteinn Gunnarsson. Til hamingju með stórafmælið Eyjafréttir. Að gefa reglulega út héraðsfréttablað í hálfa öld í litlu samfélagi eins og Vestmannaeyjum er ekkert minna en stór afrek. Ég steig mínu fyrstu skref í blaðamennsku á héraðsfréttablaðinu Fréttum eins og það hét þá, í janúar 1986, þá nýbúinn að ljúka námi í Framhaldsskólanum í Vestmannaeyjum. Gísli […]

Veganesti sem enginn tekur frá okkur

Ávarp nýstúdents – Jón Grétar Jónasson á þjóðhátíðardaginn: Góðan dag kæru gestir. Ég er hér kominn hér fyrir hönd nýstúdenta Framhaldsskólans í Vestmannaeyjum til að flytja útskriftarræðuna. Þann 25. maí síðastliðinn rann upp sá dagur sem við höfum beðið spennt eftir, enda lagt á okkur mikla vinnu til að ná þessum áfanga. Það er því tilefni […]

Nýjar hugmyndir frá Evrópu! 

Marzena Harðarson Waleszczyk er eiginkona Eyjapeyjans Smára Harðarsonar. Marzena byrjaði að vinna með mosa og skapa úr honum list árið 2021. Hélt hún sýningu á verkum sínum á Goslokahátíð. Hugmyndina fékk hún fyrir nokkrum árum og er hún í stuttu máli þannig að hún færir mosann í sinni náttúrulegri mynd inn á vegg fyrirtækja og […]

Siðferðislega rangt að skella skuldinni á bæjarbúa

Eins og áður hefur komið fram ákvað bæjarráð á fundi sínum 3. júlí sl. að fela lögmönnum sínum, í samvinnu við HS veitur, að höfða mál á hendur Vinnslustöðinni, Huginn ehf og VÍS til greiðslu fullra bóta fyrir tjónið á neysluvatnslögn 3 sem tjónaðist alvarlega nú í vetur. Afhendingartími á sambærilegri vatnslögn er ekki mögulegur […]

Leita til umboðsmanns Alþingis

Á síðasta fundi bæjarráðs kemur fram að þrátt fyrir enn eina ítekunina við Orkustofnun um að fá rökstuðning og upplýsingar um allar þær hækkanir sem lágu til gundvallar við samþykkt gjaldskrárhækkana HS Veitna á heitu vatni í september og janúar sl. hefur ekkert svar borist. Niðurstaða var að fela framkvæmdastjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs að senda […]

Bærinn niðurgreiðir skólamáltíðir að fullu

Samþykkt var á fundi bæjarstjórnar sl. fimmtudag að lækka gjaldskrár er snúa að barnafjölskyldum og viðkvæmum hópum, og að boðið verði upp á gjaldfrjálsar skólamáltíðir grunnskólabarna frá hausti. Lækkanir á gjaldskrám tekur að lækka frá og með 1. ágúst nk. Bæjarráð hafði áður tekið fyrir á fundi þess 3. júlí sl. áskorun frá Sambandi íslenskra […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.