Eins og stærsta gistipartý sögunnar

Margir veðurbarðir en þó kátir þjóðhátíðargestir hafa komið sér fyrir í Herjólfshöllinni vegna veðurs. Blásið hefur hressilega alla helgina og á tímum fylgt aftakarigning. „Við erum á toppnum núna,“ segir Júlía Dagbjört Styrmisdóttir, gestur á Þjóðhátíð, eftir að hafa flutt inn í Herjólfshöll með sínu fólki þegar tjaldið þeirra gaf sig á VIP tjaldsvæðinu á […]

Margir komið sér fyrir í Herjólfshöllinni

Herjólfshöllin var opnuð í leiðindaveðrinu í gær fyrir þá sem þurfa og hafa margir þjóðhátíðargestir sest þar að. Fjöldi tjalda hafa gefið sig eða tekið á loft og því eru eflaust margir glaðir að vera komnir í skjól innanhúss. Óskar Pétur Friðriksson leit inn í Herjólfshöll og myndaði stemninguna þar. (meira…)

Maðurinn fundinn heill á húfi

logreglanIMG_2384

Maðurinn sem leitað var að í Eyjum síðan snemma í morgun er fundinn, heill á húfi. Þetta staðfestir Karl Gauti Hjaltason, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum í samtali við Eyjafréttir/Eyjar.net. Lögreglan vill koma á framfæri þökkum til allra þeirra sem aðstoðuðui við leitina. (meira…)

Barnadagskráin færist inn í Tuborg tjald

Barnadagskráin sem á að hefjast klukkan 14:30 á Tjarnarsviði hefur verið færð inn í Tuborg tjald vegna veðurs. Á dagskrá eru meðal annars Sveppi, Leitin af regnboganum, Latibær og tónlistarkonan og Eurovision-farinn Diljá Pétursdóttir.   (meira…)

Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út til leitar

Undir morgun hóf lögregla leit af Helga Ingimar Þórðarsyni sem er 21 árs gestur á Þjóðhátíð. Leit stendur enn yfir og hefur þyrla Landhelgisgæslunnar verið kölluð út til aðstoðar við hana, en þetta staðfesti Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar í samtali við fréttastofu Vísis. Björgunarbáturinn Þór var kallaður til leitar í hádeginu. Helgi er 192 cm […]

Laugardagskvöldið í myndum

Mikið fjör var í Herjólfsdal í gærkvöldi þrátt fyrir fúlviðri. Einar Bárðar var nýr kynnir á kvöldvökunni þar sem hinir ýmsu listamenn stigu á svið, þar má nefna Eló, Unu Torfa, Stuðmenn og Helga Björns. Drengirnir í FM95Blö hituðu svo upp fyrir flugeldasýninguna á miðnætti. Mikil leynd hafði ríkt yfir hverjir leynigestir kvöldsins væru en […]

Róleg nótt að baki

20240802 230837

Nóttin var helst til tíðindalítil hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum miðað við þann mannfjölda sem nú er í Eyjum. Karl Gauti Hjaltason, lögreglustjóri segir í samtali við Eyjafréttir/Eyjar.net að aðeins einn hafi gist fangageymslur og var það vegna ölvunar. Þá komu upp tvö minniháttar fíkniefnamál. Hann segir að þrátt fyrir leiðinda veður þá hafi þetta gengið ótrúlega […]

ÍBV vann þjóðhátíðarleikinn

Eyja_3L2A1623

ÍBV vann þjóðhátíðarleikinn gegn lærisveinum Gunnars Heiðars Þorvaldssonar í Njarðvík í gær. Leikið var í Eyjum. Kaj Leo í Bartolsstovu – fyrrum leikmaður ÍBV – skoraði eina mark gestanna í þessum leik. Oliver Heiðarsson lét til sín taka í síðari hálfleik og skoraði hann tvö mörk í seinni hálfleik og tryggði Eyjamönnum þrjú stig, en […]

Lögreglan lýsir eftir Helga

C3CB3ADFB92C48F8C691157AD5CBCCAD6EA078BAD7FBB02F5A9E7F5F3454B2F3 713x0

Lögreglan í Vestmannaeyjum lýsir eftir Helga Ingimar Þórðarsyni, 21 árs gamall. Helgi er 192 cm á hæð og sást síðast klæddur í svartar buxur, svarta hettupeysu og dökkgrænann bomberjakka. Síðast er vitað um ferðir Helga við Herjólfsdal síðastliðna nótt. Lögreglan biður fólk um að hafa samband í síma 112 ef það veit um ferðir Helga. […]