Kjördæmisþing Sjálfstæðisflokksins á Selfossi

Kjördæmisþing Sjálfstæðisflokksins verður haldið á Selfossi nk. sunnudag. Á þinginu verður valið á framboðslista flokksins fyrir komandi alþingiskosningar. Framundan er snörp kosningabarátta. Þingmál í þágu Suðurkjördæmis Á Alþingi hef ég lagt fram frumvörp, þingsályktanir og fyrirspurnir sem snerta kjördæmið og vil greina hér frá í stuttu máli.  Í Vestmannaeyjum vil ég nefna raforkumál, vatnsveitu og […]

Afturelding valtaði yfir ÍBV

DSC_4921

Afturelding fór á topp Olís deildar karla í kvöld er liðið vann stórsigur á ÍBV á heimavelli fyrrnefnda liðsins. Heimamenn fóru vel af stað í kvöld og komust fljótlega í örugga forystu. Staðan í leikhléi var 19-9. Eyjamenn náðu að minnka muninn í fimm mörk en nær komust þeir ekki. Fóru leikar þannig að Afturelding […]

Fatagámar RKÍ

ÞórunnRauðiKross

1. nóvember næstkomandi mun Rauði krossinn í Vestmannaeyjum hætta móttöku á fatnaði í fatagáma RKÍ sem staðsettir hafa verið norðan við húsnæði Eimskips í Vestmannaeyjum. Samkvæmt hringrásarlögum ber sveitafélögum að taka við söfunun á fatnaði. Rauði krossinn í Vestmannaeyjum vill þakka bæjarbúum kærlega fyrir stuðninginn á liðunum árum og einnig þökkum við Eimskip fyrir þeirra […]

Kennarar eru besta fólk

Starfsfolk Grv 24 IMG 5823

Á þrjátíu ára ferli mínum sem skólahjúkrunarfræðingur hef ég unnið mjög náið með kennurum. Það kom fljótt í ljós að starf kennara er fjölbreytt, skemmtilegt og erfitt. Kennarar eiga allan heiður skilin og ég dáist að þeim. Á  hverjum degi koma upp ný verkefni sem oft þarf að leysa með hraði á mannlegan og ljúfan […]

Skjöldur – Tímamót – Ráðstefna aðeins fyrir karla

Næstkomandi laugardag, 19. október verður haldin í fyrsta sinn karlaráðstefnan Skjöldur á vegum Visku – fræðslu og símenntunarmiðstöðvar Vestmannaeyja. Þátttaka fór fram úr björtustu vonum en karlmenn bæði í Vestmannaeyjum og fastalandinu tóku vel við sér og mæta. Formleg dagskrá hefst klukkan 13:00 og stendur fram á kvöld. Ráðstefnan verður haldin í Sagnheimum með erindum […]

Kraginn – Vilhjálmur Bjarnason vill  2. – 4. sæti

Vilhjálmur Bjarnason, fyrrum alþingismaður og bankastjóri í Vestmannaeyjum býður sig fram í 2. – 4. sæti í Suðvestur kjördæmi í alþingiskosningum þann 30. nóvember 2024. Þetta kemur fram á Fésbókarsíðu Vilhjálms. Hann telur rétt og eðlilegt að lífeyrisþegar eigi fulltrúa á Alþingi og það sé rétt og eðlilegt að Sjálfstæðisflokkurinn leggi til þann fulltrúa. Í […]

Ásmundur sækist eftir þriðja sæti

Asi Fridriks 24 Fb L

Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi sækist eftir sama sæti á framboðslista flokksins og hann var í fyrir síðustu þingkosningar, þriðja sæti. Hann segir í færslu á facebook-síðu sinni að frá árinu 2013 hafi hann barist ötullega fyrir sjálfstæðisstefnunni og fólkinu í Suðurkjördæmi. „Ég hef talað fyrir þá sem hafa enga rödd eða þora jafnvel […]

Nýtt blað – Mannabreytingar – Breytt og öflugri útgáfa

Eyjafréttir munu berast áskrifendum í dag auk þess að vera til sölu í Tvistinum og á Kletti. Að venju er blaðið stútfullt af áhugaverðu efni. Meðal annars er úttekt á Laxey sem þegar er orðin stærsta verkefni í sögu Vestmannaeyja og er langt í frá lokið. Nýtt skip Ísfélagsins, Sigurbjörg ÁR er mikið tækniundur þar sem […]

Veita innsýn í störf hjúkrunarfræðinga á landsbyggðinni 

Þær Arna Hrund Baldursdóttir Bjartmars og Ragnheiður Perla Hjaltadóttir vinna sem hjúkrunarfræðingar á heilbrigðisstofnun Suðurlands í Vestmannaeyjum. Arna og Ragnheiður halda saman úti Instagram reikningnum ,,Hjúkkur á eyju“, þar sem þær leyfa fylgjendum að skyggnast á bak við tjöldin og veita innsýn í störf hjúkrunarfræðinga.  Arna og Ragnheiður hafa báðar starfað sem hjúkrunarfræðingar frá árinu […]

Elmari Erlings gengur vel að fóta sig í nýju umhverfi

Eyjamaðurinn Elm­ar Erl­ings­son samdi fyrr á árinu við þýska handknattleiksfé­lagið Nor­d­horn-Lingen. Elmar hefur síðastliðin ár verið einn að lykilmönnum í ÍBV, en flutti nú í sumar til Þýskalands til að reyna fyrir sér í atvinnumennsku. Elmar er aðeins 19 ára gamall. Við fengum að spyrja hann nokkurra spurninga varðandi aðlögunina í nýju umhverfi í handboltanum.  […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.