Mýflug Air hefur opnað fyrir bókanir

Flugfélagið Mýflug Air tilkynnti á heimasíðu sinni í dag að áætlunarflug frá Reykjavík til Vestmanneyja hefjist þann 1. desember. Fram kemur að flogið verði fjórum sinnum í viku: Í hádeginu á föstudögum, seinnipart sunnudags og svo kvölds og morgna á fimmtudögum. Búið er að opna fyrir bókanir fyrir desembermánuð. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu […]
Bókakynning um heilsu og blóðsykurstjórnun

Elísabet Reynisdóttir eða Beta Reynis eins og hún er kölluð verður með fyrirlestur og bókakynningu í Pennanum Eymundssyni upp úr bók sinni Þú Ræður. Kynningin verður haldin fimmtudaginn 14. nóvember kl. 16. Beta er fædd og uppalin í Vestmannaeyjum, en er í dag búsett á höfuðborgarsvæðinu. Hún er næringarfræðingur og næringarþerapisti að mennt og ætlar […]
Aðstaðan verði nýtanleg í lok næsta árs

Á síðasta fundi framkvæmda- og hafnarráðs kom fram að fulltrúar frá Vegagerðinni fari nú yfir fyrirhugaða endurbyggingu á Gjábakkakanti. Fram kemur að hönnun sé langt komin og mun Vegagerðin auglýsa útboð í lok árs 2024. Stefnt er að því að stálið verði afhent í byrjun apríl 2025 og hægt verði að hefjast handa þá strax […]
Lagið óður til forseta Úkraínu

Hljómsveitina Moldu þarf ekki að kynna sérstaklega enda Eyjamönnum að góðu kunn. Þeir voru að senda frá sér nýtt lag sem ber heitið Volodymyr ( friður er sigur ) og er um óð til Volodymyrs Zelenskyy Úkraínu forseta að ræða. Í tilkynningu frá sveitinni segir að lagið hafi verið í bígerð um nokkurn tíma en […]
Vel tekið í að tryggja fjármagn í rannsóknir

Níu af þeim tíu framboðum svöruðu fyrirspurn Eyjafrétta varðandi ef framboðið nær inn á þing í komandi kosningum – hvort flokkurinn hyggist beita sér fyrir því að tryggja fjármuni til rannsókna á jarðlögum vegna Vestmannaeyjaganga. Starfshópur um könnun á fýsileika jarðgangna milli lands og Vestmannaeyja lagði til nýverið að framkvæmd verði þrepaskipt rannsókn á svæðinu. […]