Vel tekið í að tryggja fjármagn í rannsóknir
12. nóvember, 2024
2vestmannaeyjar
Nýverið kynnti starfshópur um könnun á fýsileika jarðgangna milli lands og Vestmannaeyja skýrslu sína fyrir landsmönnum. Ljósmynd/ Sigurgeir Jónasson

Níu af þeim tíu framboðum svöruðu fyrirspurn Eyjafrétta varðandi ef framboðið nær inn á þing í komandi kosningum – hvort flokkurinn hyggist beita sér fyrir því að tryggja fjármuni til rannsókna á jarðlögum vegna Vestmannaeyjaganga.

Starfshópur um könnun á fýsileika jarðgangna milli lands og Vestmannaeyja lagði til nýverið að framkvæmd verði þrepaskipt rannsókn á svæðinu. Í hverju þrepi bætist við þekkingu á jarðlögunum og þannig má varpa ljósi á fýsileika jarðgangaverkefnisins. Gert er ráð fyrir að fyrsta skref kosti um 60 milljónir en kostnaður við heildarannsóknina gæti numið um 500 milljónum.

Allir svöruðu nema Lýðræðisflokkurinn

Svör þeirra níu framboða sem svöruðu fyrirspurninni má sjá hér að neðan. Eina framboðið sem ekki svaraði fyrir tilskilinn frest var Lýðræðisflokkurinn.

Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir, oddviti VG í Suðurkjördæmi segir: Okkur í Vinstri grænum finnst einboðið að kanna frekar fýsileika jarðgangna milli lands og Eyja. Það myndi tvímælalaust vera afar mikils virði fyrir samfélagið að fá jarðgöng. Ekki aðeins myndu samgöngur milli lands og Eyja verða greiðari heldur myndi tími í ferðalög minnka töluvert og ferðafrelsið sem þeim fylgdi löngu tímabært. Atvinnu- og þjónustusvæði beggja vegna ganga stækkar með auknum möguleikum og öryggi auk þess sem útflytjendur ferskra afurða njóta meira öryggis í vöruflutningum. Vestmannaeyingar þekkja vel þá fyrirhöfn og kostnað sem fylgir því að sækja heilbrigðisþjónustu upp á land, allt frá tannréttingum til barnsfæðinga. Með göngum yrði bylting á aðgengi og sjálfsögð þjónustu mun tryggari. Vinstrihreyfingin grænt framboð mun beita sér fyrir því að fjármagn til verkefnisins verði tryggt. Í upphafi þær 60 milljónir sem þarf í fyrsta skref rannsóknar og í kjölfarið það fjármagn sem þarf til að halda áfram rannsóknum ef ákvarðanir verða teknar um að halda í næsta rannsóknarþrep.

Í svari Flokks fólksins segir að Ásthildur Lóa Þórsdóttir (oddviti flokksins í Suðurkjördæmi) sé fylgjandi því að tryggja fjármagn fyrir þessa rannsókn.

Í svari Guðrúnar Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra, og oddvita Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi segir: „Ég hef lengi lagt áherslu á bættar samgöngur á Suðurlandi og styð þrepaskipta rannsókn á fýsileika jarðganga til Vestmannaeyja. Ég mun beita mér fyrir því að tryggja fjármagn til þessa mikilvæga verkefnis.“

Í svari Sósíalistaflokks Íslands segir: Sósíalistaflokkur Íslands styður öfluga innviði og almenningssamgöngur, sérstaklega í dreifbýli þar sem þær eru grundvöllur lífsgæða og tengsla við aðra hluta landsins. Við teljum að samgöngumannvirki, eins og hugsanleg jarðgöng til Vestmannaeyja, ættu að vera í almannaeigu til að tryggja jafnan aðgang allra, óháð búsetu og efnahag.

Hugmyndin um jarðgöng til Vestmannaeyja er spennandi og gæti stórbætt lífsskilyrði og þjónustu fyrir íbúa svæðisins. Hins vegar er mikilvægt að taka tillit til jarðfræðilegra áskorana, þar sem Vestmannaeyjasvæðið liggur í virku eldfjallabelti með sögu jarðhræringa og eldvirkni. Það er því nauðsynlegt að vandað sé til rannsókna og áhættumats áður en langt er gengið í áætlanir. Við viljum tryggja að framkvæmdir af þessu tagi verði raunhæfar og haldbærar til langs tíma.

Að auki leggjum við áherslu á að veggjöld séu ekki hluti af þessari framkvæmd, þar sem við teljum að slíkt sé óréttlátt og óþarfi í almennri grunnþjónustu. Með sanngjarnri skattheimtu má fjármagna betri samgöngur fyrir landsbyggðina án þess að íbúar og gestir þurfi að bera sérstaka byrði á hverri ferð, segir í svari Sósíalistaflokks Íslands.

Víðir Reynisson, oddviti Samfylkingarinnar segir: „Fyrirspurn um hvort við munum styðja við fjármögnun rannsóknar vegna jarðganga er mjög fljót svarað…já!“

Guðbrandur Einarsson oddviti Viðreisnar svaraði eftirfarandi: „Ég mun að sjálfsögðu styðja það að þetta verkefni fái framgang. Það er nauðsynlegt að fá vitneskju um hvort gögn séu fýsilegur kostur eða ekki. Fyrsta mál er að tryggja þessar 60 milljónir og það getur ráðherra málaflokksins gert. Öðru þarf að ná í gegn í fjárlögum til þess að tryggja framgang málsins til lengri tíma.“

Í svari Miðflokksins og Karl Gauta Hjaltasonar, oddvita flokksins í Suðurkjördæmi segir: „Já, við munum tryggja fjármuni til að fara í nauðsynlegar rannsóknir svo unnt verði að taka upplýsta ákvörðun um framhald verkefnisins. Þetta er mikilvægt skref til að meta fýsileika jarðgangna milli lands og Vestmannaeyja, og við teljum að rannsóknir á jarðlögum séu nauðsynlegar til að varpa skýrara ljósi á kostnað og ávinning verkefnisins. Við teljum að áframhaldandi rannsóknir og gagnasöfnun séu grunnforsenda til að hægt sé að taka upplýsta ákvörðun um þessa mikilvægu framkvæmd.“

Svar Pírata í Suðurkjördæmi er eftirfarandi: Píratar vilja betri samgöngur um allt land, gott vega- og samgöngukerfi er lífæð landsbyggðarinnar. En við viljum upplýstar ákvarðanir og styðjum þannig eindregið að þrepaskipta rannsóknum á fýsileika jarðganga milli lands og Eyja eins og kemur fram í skýrslu starfshópsins. Ákvörðun verði ekki tekin fyrr en í ljós kemur niðurstaða úr þeim rannsóknum sem starfshópurinn leggur til.

Við tökum því heilshugar undir ályktun Sambands Sunnlenskra sveitarfélaga sem var samþykkt samhljóða á nýlegu ársþingi: ,,Ársþing SASS leggur þunga áherslu á að Alþingi tryggi fjármagn í fjárlögum ársins 2025 í fyrsta hluta rannsókna á jarðlögum eins og lagt er til í skýrslu ráðherraskipaðs starfshóps um fýsileika gangnagerðar milli lands og Eyja.“

Í svari frá Höllu Hrund Logadóttur segir orðrétt: Við í Framsókn skiljum vel mikilvægi samgöngubóta fyrir Vestmannaeyjar og möguleg áhrif slíkra framkvæmda á atvinnulíf og lífsgæði íbúa. Framsókn hefur tekið samgöngumál til Vestmannaeyja alvarlega og sá stuðningur sem birtist meðal annars í rafvæðingu Herjólfs, því að rekstur hans sé í höndum heimamanna og stuðningi við Landeyjahöfn. Við fögnum því að þessi vinna sé komin af stað og munum setja fjármagn í hana á næsta kjörtímabili.

Við munum áfram fylgjast náið með þróun málsins og vinna að því að leita að bestu lausnum fyrir íbúa svæðisins. Með því vonumst við til að framþróun í þessum málum verði bæði farsæl og sjálfbær til lengri tíma.

Auk samgangna mun Framsókn leggja áherslu á frekari uppbyggingu atvinnulífs og innviða í Vestmannaeyjum. Nefni ég sem dæmi mikilvægi þess að pólitíkin ljúki innleiðingu vatnaáætlunar svo að hægt sé að hraða útgáfu landeldisleyfa. Það er mikið hagsmunamál. Annað mikið hagsmunamál fyrir Vestmannaeyjar er að nauðsynlegt er að klára framkvæmdir til að styrkja flutningskerfið til þess að draga úr skerðanlegum orkusölusamningum og flutningi fyrir bræðslurnar þar. Mörg fyrirtæki í Vestmannaeyjum eru á skerðanlegri orku og flutningi og með Vestmannaeyjalínum 4 og 5 er hægt að tryggja að flutningsgetan sé fullnægjandi þannig að ekki sé lengur þörf á skerðanlegum flutningi.

Ég mun því fylgjast náið með þróun þessara mála, bæði innviðauppbyggingu og samgöngumálum fyrir samfélagið í Vestmannaeyjum. Markmið okkar er að stuðla að farsælum lausnum til lengri tíma fyrir eyjarnar, segir í svari Höllu Hrundar.

Framboðsfundur í Höllinni

Á morgun, miðvikudag verður opinn fundur með oddvitum allra stjórnmálaflokka í Suðurkjördæmi. Fundurinn verður haldinn í Höllinni og hefst hann kl. 17:30. Húsið opnar kl. 17:00. Fundurinn er haldinn í samvinnu Vestmannaeyjabæjar, Eyjafrétta og Tíguls. Eru bæjarbúar hvattir til að fjölmenna á fundinn.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
Forsida 17 Tbl EF Min
17. tbl. 2024

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson

NÝBURAR

IMG 2234 800x800
28. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Helen Dögg Karlsdóttir og Gísli Ingi Gunnarsson
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst