Jarðgöng: Leggja til þrepaskipta rannsókn
29. október, 2024
default
Vestmannaeyjar. Ljósmynd/Halldór B. Halldórsson

Starfshópur um könnun á fýsileika jarðgangna milli lands og Vestmannaeyja kynnti í dag skýrslu sína fyrir Sigurði Inga Jóhannssyni innviðaráðherra á opnum kynningarfundi. Starfshópurinn leggur til að framkvæmd verði þrepaskipt rannsókn á svæðinu. Í hverju þrepi bætist við þekkingu á jarðlögunum og þannig má varpa ljósi á fýsileika jarðgangaverkefnisins.

Við undirbúning jarðgangaverkefna eru jafnan fleiri fasar af jarðfræðirannsóknum, þar er gjarnan byrjað vítt og með ódýrari rannsóknaraðferðum þegar óvissan er mikil. Eftir því sem meiri vitneskja um jarðfræðilegar aðstæður fæst verða rannsóknirnar hnitmiðaðri og óvissuþættir sem taldir eru getað haft mikil áhrif á kostnað og fýsileika minnka.

Fylgt verði ljósastýringakerfi í ákvörðunartöku um framvindu rannsókna, en það þýðir að komi fram upplýsingar að því tagi að ekki þyki forsvaranlegt að halda áfram með verkefnið verði þörf fyrir frekari rannsóknir endurmetin.

Borin saman jarðfræði gangaleiðar með hliðsjón af kjarnaholunum og fyrirliggjandi bylgjubrotsmælingum. Öflun gagna á sjó tekur nokkra daga en með undirbúningi verksins og úrvinnslu má búast við að heildarverktími verði hálft til eitt ár.

Síðasta skrefið í rannsókninni er jafnframt dýrast en það kallar á leigu sérstaks rannsóknarskips erlendis frá sem kannar jarðlög niður á verulegt dýpi með hljóðendurvarpsmælingum á dýpri jarðlögum. Þessi aðferð gefur betri mynd af dýpri jarðlögum og misgengjum þar sem jarðgöngin munu liggja. Mögulega má ná niður kostnaði á þessu þrepi ef verkið er unnið með skipi sem er á leið í önnur verkefni, t.d. við Grænland.

Áður en að síðasta þrepi kemur verður þó til nokkur þekking á jarðlögunum án þess að lagt hafi verið í mikinn kostnað.

þrepaskipt Rannsokn Gong 24
Gert er ráð fyrir að rannsóknirnar kosti rúman hálfan milljarð.

 

Við lok rannsókna er unnin heildstæð greinargerð þar sem aðstæðum til jarðgangagerðar er lýst, helstu óvissuþættir dregnir fram, byggjanleiki og aðferð graftar metinn, ásamt kostnaði. Í greinargerðinni yrði einnig umfjöllum um nauðsynlegar rannsóknir til viðbótar sem fara þyrfti í fyrir verkhönnun og fjármögnun verkefnisins. Niðurstaða rannsókna er grundvöllur að því að draga úr óvissu um verkefnið og bæta áætlanir um kostnað við jarðgangagerðina. Góðar rannsóknir auðvelda aðkomu tryggingaraðila á verktíma og þar með aðkomu aðila sem sjá um fjármögnun verksins á framkvæmdatíma.

Fýsileiki metinn – rannsókn á jarðlögum

Að loknum ofantöldum rannsóknum á jarðlögum ætti að vera komin betri mynd á stofnkostnað og byggjanleika jarðganga. Í framhaldinu er þá hægt að greina fýsileika verkefnisins sem m.a. felur í sér mat á stofn- og rekstrarkostnaði, rannsókn á greiðsluvilja vegfarenda, áhættumati og áhuga ferðamanna á ferðum til Eyja, segir m.a. í kaflanum um byggingu Vestmannaeyjaganga.

Mikilvægt fyrir framhaldið

Í kaflanum um mat á fýsileika sem byggir á rannsóknum segir að það blasi við að ekki verður lengra komist með mat á fýsileika jarðganga án þess að gerðar verði frekari rannsóknir á jarðlögum. Jarðfræðilegar aðstæður eru áhrifastærsti þátturinn á kostnað og byggjanleika jarðganga milli lands og Eyja. Fyrri rannsóknir fyrir jarðgöngin voru grófar og útfærðar eftir því fjármagni sem fékkst á þeim tíma. Óvissa um jarðfræðilegar aðstæður, fýsileika og kostnað var mikil. Að fá greinargóða mynd af aðstæðum til jarðgangagerðar er því mikilvægt fyrir áframhald verkefnisins.

Félagsleg rannsókn samhliða rannsóknum á jarðlögum

Fram kemur í lokaorðum skýrslunnar að hugmynd um jarðgöng til Heimaeyjar sé ekki ný af nálinni eins og sést í upptalningu skýrslna sem unnar hafa verið um málið. Þær eiga það flestar sameiginlegt að telja upp fjölmarga þætti sem mæla gegn því að farið verði í slíka framkvæmd. Heimaey er enda ung eldfjallaeyja, göngin yrðu löng (tæplega 20 km), að mestu neðansjávar og ljóst að slík framkvæmd myndi brjóta blað í sögu gangagerðar, ekki bara á Íslandi, heldur einnig á heimsvísu. Starfshópurinn hefur fundað með helstu sérfræðingum um málið á starfstíma sínum og orðið þess áskynja að göng eru mikið hagsmunamál fyrir Vestmannaeyinga og Rangæinga enda þykir sýnt að þau myndu valda straumhvörfum og hafa mjög jákvæð áhrif á lífsgæði íbúa.

Það er niðurstaða nefndarinnar að enn vanti herslumuninn í rannsóknarvinnu. Ekki sé hægt að taka skynsamlega umræðu um fýsileika án frekari rannsókna um aðstæður til jarðgangagerðar. Í ljósi þess að rannsóknir af þessu tagi eru dýrar, leggjum við til að farið verði í þrepaskiptar rannsóknir þ.a. hægt verði að taka upplýsta ákvörðun um hvort forsvaranlegt sé að ráðast í næstu rannsóknarþrep m.v. fyrirliggjandi rannsóknarniðurstöður hverju sinni. Samhliða rannsóknum á jarðlögum leggur nefndin til að félagsleg rannsókn um áhrif ganga á sveitarfélögin, atvinnuumhverfið, ferðamennsku o.fl. yrði framkvæmd til að varpa frekara ljósi á þýðingu þeirra fyrir samfélagið.

Valkostir Gong 24

Skýrsluna má nálgast í heild sinni hér: Skýrsla starfshóps um Vestmannaeyjagöng 2024

 

Kort Gong 24 Kynning
Svarta línan sýnir leiðina sem starfshópurinn leggur til að verði skoðuð.

 

Facebook
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
Forsida 16 Tbl 2024
16. tbl. 2024

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson

NÝBURAR

IMG 2234 800x800
28. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Helen Dögg Karlsdóttir og Gísli Ingi Gunnarsson
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst