Elísabet Reynisdóttir eða Beta Reynis eins og hún er kölluð verður með fyrirlestur og bókakynningu í Pennanum Eymundssyni upp úr bók sinni Þú Ræður. Kynningin verður haldin fimmtudaginn 14. nóvember kl. 16.
Beta er fædd og uppalin í Vestmannaeyjum, en er í dag búsett á höfuðborgarsvæðinu. Hún er næringarfræðingur og næringarþerapisti að mennt og ætlar hún að mæta á Eyjuna á fimmtudaginn og vera með fyrirlestur og öruppistand.
,,Fjallað verður um lífið, næringu, heilbrigði og allt þar á milli.” Beta tók heilsu sína föstum tökum á sínum tíma eða bjargaði heilsu sinni eins og hún orðar það og ákvað í framhaldi að því að gefa út bókina Þú Ræður, þar sem hún hjálpar öðrum að gera slíkt hið sama. Bókin inniheldur fjögra vikna prógram sem hjálpar fólki að ná stjórn á blóðsykri og efnaskiptum, en Beta nefnir að jafnvægi í blóðsykrinum skili fólki meiri orku, minni sykurlöngun, betri svefni og fátt eitt nefnt. Þetta verður fróðleg og skemmtileg stund bætir hún við.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst