Mannabreytingar í stjórn Ferðamálasamtaka Vestmannaeyja

visit_vestmannaeyjar_is_ads

Aðalfundur Ferðamálasamtaka Vestmannaeyja var haldinn sl. þriðjudag. Mannabreytingar urðu á stjórn samtakanna og ákváðu þrír reynslumiklir stjórnarmenn að draga sig í hlé frá stjórnarsetu. Það eru þau Berglind Sigmarsdóttir, Íris Sif Hermannsdóttir og Páll Scheving Ingvarsson. Auk þeirra hætti Jóhann Ólafur Guðmundsson í stjórn eftir árs stjórnarsetu. Í stað þeirra komu í stjórnina þau Ólafur Jóhann Borgþórsson, […]

Alls bárust 3.985 umsagnir

Folk Goslok.jpg

Samantekt um tillögur, hugmyndir og sjónarmið sem bárust í verkefninu Verum hagsýn í rekstri ríkisins hefur verið birt í samráðsgátt. Alls bárust 3.985 umsagnir sem er metfjöldi og um 0,7% þjóðarinnar tók þátt í samráðinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu. Langflestar umsagnir bárust frá einstaklingum en rúmlega 60 bárust frá félagasamtökum og fyrirtækjum. Þá […]

Huginn varð vélarvana í innsiglingunni – uppfært

Huginn 20250130 155447

Síðdegis í dag varð Huginn VE vélarvana í innsiglingunni í Vestmannaeyjahöfn. Bæði Lóðsinn og björgunarskipið Þór héldu til aðstoðar, en skipið var austan við Hörgaeyrargarð þegar það varð vélarvana. Uppfært kl. 17.05: Að sögn Sindra Viðarssonar, sviðsstjóra uppsjávarsviðs Vinnslustöðvarinnar drapst á aðalvél skipsins þegar þeir voru að sigla inn innsiglinguna. Áhöfnin náði að kasta akkeri og […]

Samfélags-lögreglan fræðir um notkun samfélagsmiðla

Lögreglan í Eyjum stofnaði nýverið Instagram-síðu sem kallast samfélagslöggur í Eyjum. Markmið síðunnar er að leyfa fólki að fylgjast með og fræða þau um fjölbreytta þætti lögreglustarfsins. Samfélagslögreglan hefur verið á ferðinni undanfarið, frætt börn og ungmenni meðal annars um umferðaröryggi, samfélagslega ábyrgð og fleira. Nýjasta verkefni samfélagslögreglunnar snéri að því að ræða við krakka […]

Áfram gular viðvaranir

Gul Allt Land 300125

Í dag er í gildi gul viðvörun á Suðurlandi, Breiðafirði, Faxaflóa, Vestfjörðum og á Miðhálendi. Á Suðurlandi er viðvörunin í gildi til klukkan 18.00 í dag. Næsta gula viðvörun tekur svo gildi samtímis á landinu öllu klukkan 17.00 á morgun, föstudag og gildir hún til klukkan 23.00 á sunnudagskvöld. Í viðvörunarorðum Veðurstofunnar fyrir þá viðvörun […]

„Mest af ýsu en annars algjör kokteill”

sjomadur_bergey_opf_22

Vestmannaey VE og Bergur VE lönduðu bæði fullfermi í gær. Vestmannaey landaði í heimahöfn en Bergur landaði í Neskaupstað. Rætt var við skipstjóranna á fréttavef Síldarvinnslunnar í gær. Egill Guðni Guðnason, skipstjóri á Vestmannaey, sagði að aflinn hefði verið afar blandaður. „Þetta var mjög blandaður afli að þessu sinni. Mest af ýsu en annars algjör […]

Eyjafréttir koma út í dag

Forsida EF 1 Tbl 2025

Fullt blað af áhugaverðu efni: Fyrsta tölublað Eyjafrétta þetta árið kemur út í dag, fimmtudag og er að venju stútfullt af áhugaverðu efni. Má þar nefna val á Eyjamanni ársins sem fékk ásamt þremur öðrum  Fréttapýramídann 2024. Ekki er síður áhugaverð úttekt á stórmerku starfi Ingibergs Óskarssonar, 1973 – Allir í bátana. Þá er athyglisverð […]

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.