Í dag er í gildi gul viðvörun á Suðurlandi, Breiðafirði, Faxaflóa, Vestfjörðum og á Miðhálendi. Á Suðurlandi er viðvörunin í gildi til klukkan 18.00 í dag. Næsta gula viðvörun tekur svo gildi samtímis á landinu öllu klukkan 17.00 á morgun, föstudag og gildir hún til klukkan 23.00 á sunnudagskvöld.
Í viðvörunarorðum Veðurstofunnar fyrir þá viðvörun segir: Veðuspár gera ráð fyrir lægðagangi, með hvössum sunnanáttum, stormi eða roki og úrhellisrigningu á sunnan- og vestanverðu landinu. Spáð er asahláku víða um land, miklu álagi á fráveitukerfi og fólk því hvatt til að hreinsa vel niðurföll og skurði til að forðast vatnstjón. Einig má búast við hálku á vegum og eru ökumenn hvattir til að aka mjög varlega, einkum ef ökutækin eru viðkvæm fyrir vindum.
Suðaustan 15-23 m/s og slydda eða snjókoma, en rigning við sjávarsíðuna og hiti 0 til 5 stig. Snýst í vestan 5-10 með stöku éljum undir kvöld og kólnar. Gengur í suðaustan 15-23 m/s með rigningu á morgun, talsverð úrkoma undir Eyjafjöllum. Hiti 1 til 6 stig.
Spá gerð: 30.01.2025 09:32. Gildir til: 01.02.2025 00:00.
Á laugardag:
Sunnan 15-23 m/s og rigning eða slydda með köflum, en bjart með köflum norðaustanlands. Dregur heldur úr vindi síðdegis. Hiti 3 til 10 stig, hlýjast fyrir norðan.
Á sunnudag:
Gengur í suðaustanstorm eða -rok með talsverðri slyddu eða rigningu og snjókomu vestantil, en suðvestlægari sunnantil um kvöldið.
Á mánudag og þriðjudag:
Suðvestanátt með éljagangi, en bjartviðri norðaustantil og kólnandi veður.
Á miðvikudag:
Búast má við sunnanhvassviðri með úrhellisrigningu og hlýnandi veðri í bili.
Spá gerð: 30.01.2025 09:11. Gildir til: 06.02.2025 12:00.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst