Fullt blað af áhugaverðu efni: Fyrsta tölublað Eyjafrétta þetta árið kemur út í dag, fimmtudag og er að venju stútfullt af áhugaverðu efni. Má þar nefna val á Eyjamanni ársins sem fékk ásamt þremur öðrum Fréttapýramídann 2024. Ekki er síður áhugaverð úttekt á stórmerku starfi Ingibergs Óskarssonar, 1973 – Allir í bátana.
Þá er athyglisverð fréttaskýring á fjölda sjúkrafluga á síðasta ári. Eyjafólkið er þau sem þóttu skara fram úr hjá ÍBV á síðasta ári. Handboltakonurnar Sandra Erlingsdóttir og Perla Ruth Albertsdóttir reka fyrirtæki sem sérhæfir sig í næringarþjálfun og hefur það að markmiði að bæta samband fólks við mat og styðja það í átt að bættri heilsu og vellíðan.
Í frétt segir að Hafrannsóknastofnun telji óhætt að veiða allt að 59.000 tonn af rauðátu á ári og hefur gefið út kvóta í samræmi við það. Gildruveiðar á bolfisk hefjast við Vestmannaeyjar á þessu ári sem er mjög áhugavert verkefni.
Forsíða: Íris bæjarstjóri, Ingibergur og Valmundur formaður Sjómannasabandsins við athöfn í Eldheimum þegar Ingibergur var heiðraður. Mynd Óskar Pétur.
Hér geta áskrifendur skoðað blaðið.
Hér er hægt að gerast áskrifandi.
Einnig er blaðið selt í lausasölu á Kletti og í Tvistinum.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst