Vera Lífsgæðasetur opnar – heildræn nálgun að bættum lífsgæðum

Nýtt lífsgæðasetur opnar í Vestmannaeyjum föstudaginn 14. mars og markar þar með tímamót í velferðarþjónustu hér í Eyjum. Setrið er byggt á samstarfi fjögurra fagaðila sem deila sameiginlegri sýn um að efla lífsgæði einstaklinga. Með fræðslu, ráðgjöf og fjölbreyttri meðferð leggja þær áherslu á að bæta líðan fólks, efla sjálfshjálp og styðja það í leik […]

Embla semur við ÍBV

Embla Ibvsp

Eyjakonan Embla Harðardóttir hefur samið við knattspyrnudeild ÍBV til loka árs 2027. Fram kemur í frétt á vefsíðu ÍBV að Embla hafi spilað upp alla yngri flokkana hjá ÍBV og verið lykilmaður í sínum liðum síðustu ár. Embla er 18 ára gömul. Hún hefur leikið 26 meistaraflokksleiki fyrir ÍBV. Þrettán þeirra lék hún í Lengjudeildinni […]

Verðlagseftirlit ASÍ: Verðlag í Bónus hækkar um 1,8% frá desember

Innkaup Kerra

Verðlag á dagvöru hækkaði um 0,7% í febrúar frá fyrri mánuði samkvæmt dagvöruvísitölu ASÍ. Vísitalan skoðar þróun á vegnu meðalverði á dagvöru í öllum verslunum. Sé Nettó undanskilið mælist ögn meiri hækkun á vísitölunni eða um 0,8%, en í Nettó voru afsláttardagar í byrjun síðasta mánaðar. Af öllum verslunum hækkaði verðlag mest í Iceland, sem […]

Fjórir sóttu um starf fulltrúa á skipulags- og byggingadeild

radhustrod_ráðhús_merki_cr

Vestmannaeyjabær auglýsti þann 21. febrúar sl.* laust til umsóknar starf fulltrúa skipulags- og byggingadeildar á tæknideild. Tekið var fram í auglýsingunni að um sé að ræða 100% starf og æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Umsóknarfrestur rann út á mánudaginn sl. Samkvæmt upplýsingum frá Brynjari Ólafssyni framkvæmdastjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs Vestmannaeyjabæjar voru fjórir […]

Maginn fullur af burstaormum

Kristgeir Kap 2025 TMS IMG 7560

Áhöfnin á Kap VE kvartar ekki undan aflabrögðunum þessa dagana. Þegar fréttaritari VSV náði tali af Kristgeiri Arnari Ólafssyni skipstjóra síðdegis í gær voru þeir að leggja í hann til Eyja. „Það er búin að vera fínasta veiði. Fínasta blanda. Einhver 20-25 tonn á dag,” segir hann er hann var spurður um aflabrögðin upp á síðkastið. […]

VR í Vestmannaeyjum  

Fyrir rúmum tveimur áratugum síðan tók félagsfólk Verslunarmannafélags Vestmannaeyja þá ákvörðun að sameinast VR. Slíkar ákvarðanir eru aldrei teknar nema að undangengnu umfangsmiklu hagsmunamati og er auðvelt að ímynda sér að árin áður hafi einkennst af ítarlegum umræðum um kosti og galla slíkrar sameiningar.  Hættan er augljós, því þegar sameiningar innibera annars vegar landsbyggðareiningar og […]

Landsbankanum vel tekið og samkeppnin kemur öllum til góða

„Það má segja að Landsbankinn hafi dreift starfseminni út í útibúanetið. Þegar við mætum til vinnu erum við ekki bara að vinna fyrir Vestmannaeyjar heldur allt landið. Við göngum í mál hvort sem þau eru á Akureyri, Egilsstöðum, Ísafirði, Reykjavík eða hvar sem er. Þegar t.d. Björn á Egilsstöðum fer í greiðslumat og sækir um […]

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.