Vestmannaeyjabær auglýsti þann 21. febrúar sl.* laust til umsóknar starf fulltrúa skipulags- og byggingadeildar á tæknideild. Tekið var fram í auglýsingunni að um sé að ræða 100% starf og æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Umsóknarfrestur rann út á mánudaginn sl.
Samkvæmt upplýsingum frá Brynjari Ólafssyni framkvæmdastjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs Vestmannaeyjabæjar voru fjórir sem sóttu um starfið en einn umsækjandinn dró umsókn sína til baka.
Umsækjendurnir sem eftir standa eru: Kjartan Vídó Ólafsson, Sigurbjörg Ósk Sigurðardóttir og Þóra Gísladóttir. Að sögn Brynjars eru nú verið að fara yfir umsóknir og verður ráðið í stöðuna á næstu vikum.
*Fréttin hefur verið uppfærð. Í upphaflegri útgáfu kom fram að staðan hafi verið auglýst í síðustu viku en hið rétta er að fyrsta útgáfa kom á vef bæjaryfirvalda þann 21. febrúar.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst