21,5 milljónir til nýrrra verkefna

Til að taka þátt í átakinu þurftu viðskiptavinir Sparisjóðsins ekki að kosta neinu til, heldur aðeins að velja eitt af verkefnunum átta og gaf Sparisjóðurinn jafnharðan þúsund krónur til þess verkefnis. Viðskiptavinir voru þó hvattir til að bæta við viðbótarframlagi, en einnig var opnaður söfnunarsími svo allir landsmenn gætu tekið þátt.

Styrkirnir skiptust samkvæmt vilja viðskiptavina og annarra þáttakenda og kom því ekki nákvæmlega sama upphæðin í hlut hvers félags. Hæstan styrk hlaut Geðhjálp, 4,8 milljónir króna sem verður varið til eflingar og uppbyggingar félagsins á landsbyggðinni með stofnun sjö nýrra deilda. Að meðaltali hlaut hvert félag ríflega 2,5 milljónir í styrk.

Félögin sem hlutu styrki í dag eru

  • ADHD samtökin, til fræðslu- og kynningarstarfs á landsbyggðinni um málefni þeirra sem glíma við ofvirkni og athyglisbrest.
  • Forma, til stofnunar ráðgjafaseturs á vegum Forma þar sem átröskunarsjúklingar geta átt öruggt athvarf.
  • Geðhjálp, til eflingar og uppbyggingar á starfi Geðhjálpar á landsbyggðinni.
  • Hugarafl, til undirbúnings Hlutverkaseturs, þar sem fólki á batavegi eru veitt tækifæri á almennum vinnumarkaði.
  • Klúbburinn Geysir, til uppbyggingar atvinnu- og menntadeildar þar sem fólki á batavegi getur tekið fyrstu skrefin í vinnu eða skóla.
  • Ný leið, til tilraunaverkefnisins “Lífslistin” sem er námskeið fyrir unglinga sem eiga við geðræn vandamál að stríða.
  • Rauði krossinn, til fræðslunámskeiða víða um land fyrir aðstandendur geðfatlaðra og áhugafólk um geðheilbrigðismál.
  • Spegillinn, til fræðsluátaks og forvarna gegn átröskunum og sjálfseyðandi lífsstíl í grunnskólum og framhaldsskólum.

Sparisjóðirnir hafa á undanförnum árum stutt vel við ýmis málefni í heimabyggð. Í ár hafa þeir varið um 200 milljónum króna til styrktar íþrótta-, líknar- og menningarmálum.

Nýjustu fréttir

Veit Inga hvað hún syngur?
Norðurinngangur við sjúkrahúsið opinn á ný
Viðhorf til bæjarstjóra í brennidepli í nýrri könnun
Vinnustofur í stað líkamsræktar?
Glacier Guys með nýtt föstudagslag
„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.