ÍBV er Íslandsmeistari 3.fl kvenna eftir sigur á Haukum 32 – 29 á úrslitadegi yngri flokka sem HSÍ hélt í Mosfellsbæ í gær. Rósa Kristín Kemp var valin maður leiksins en hún skoraði 12 mörk í dag fyrir Hauka. Þjálfarar stelpnanna eru Hilmar Ágúst Björnsson og Sigurður Bragason.