Suðurlandsslagurinn í 3 flokki kvenna í úrslitum var á milli Selfoss og ÍBV og það mátti fyrirfram búast við miklum slag. �?arna mátti sjá leikmenn úr Meistaraflokki liðanna eins og Díönu Dögg hjá ÍBV
ÍBV stelpur fóru betur af stað og náðu 3-1 forsytu eftir nokkrar mínútur. Selfoss stelpurnáðu þó að stilla sig saman og jöfnuðu í 4-4 eftir 13 mínútna leik. Katrín Magnúsdóttir var að verja vel fyrir Selfyssinga og Harpa Sólveig kom þeim svo yfir í fyrsta skiptið í leiknum. 5-4.
Leikurinn hélst áfram í járnum og liðin skiptust á að leiða með einu marki. ÍBV átti svo ágætan lokakafla og komust tveim mörkum yfir 12-10.
�?að voru svo Selfoss stelpur sem byrjuðu af krafti og komu sér snemma inn í leikinn aftur, en ÍBV þó skrefinu á undan og náðu upp 3 marka forystu á ný 15-12. Erla Rós í marki ÍBV var Selfoss stelpum erfið á þessum kafla og munurinn hélst áfram 3-4 mörk, ÍBV í vil.
Staðan 18-13 þegar seinni hálfleikur var hálfnaður og ÍBV stelpur með tögl og haldir ennþá með góðum varnarleik. Sóley Haraldsdóttir að fara á kostum í liði ÍBV og sá til þess að Selfoss nálgaðist aldrei almennilega.
Lokatölur 24-18 fyrir ÍBV sem tekur þá annan bikar til eyja, en það var Sóley Haraldsdóttir sem var valin maður leiksins með mörk.
Markahæstar hjá ÍBV: Sóley Haraldsdóttir 11, Díana Dögg Magnúsdóttir 3.
Markahæstar hjá Selfoss: �?uríður Guðjónsdóttir 4, Perla Rut Albertsdóttir 3
3. flokkur karla lék einnig til úrslita í bikarkeppninni en beið lægri hlut fyrir Val, 22-33.
fimmeinn.is