3. flokkur karla hjá ÍBV tekur á móti sterku liði Fram á morgun í undanúrslitum bikarkeppninnar. Leikurinn fer fram á Hásteinsvelli og hefst stundvíslega klukkan 18:00.
ÍBV situr í 6. sæti í B-deild 3. flokks en Framarar eru í þriðja sætinu. Fyrr á leiktíðinni áttust liðin við í �?lfarsárdal en þar sigruðu Framarar með átta mörkum gegn einu. Margt vatn hefur runnið til sjávar síðan og hafa Eyjastrákarnir slegið út Valsara, ÍA og Grindvíkinga á leið sinni að undanúrslitaleiknum.
Gegn Val skoruðu þeir Guðlaugur Gísli Guðmundsson, Eyþór Daði Kjartansson og Kristófer Númason. �?eir sem skoruðu næstu átta mörk liðsins í bikarnum heita allir Daníel. Daníel Már Sigmarsson skoraði fyrstu tvö mörkin gegn Skagamönnum þar sem ÍBV sigraði 5:1, Daníel �?rn Griffin bætti við tveimur og Daníel Andri Pálsson skoraði síðasta markið. Daníel �?rn Griffin kom ÍBV síðan á bragðið á móti Grindvíkingum en Daníel Már Sigmarsson skoraði næstu tvö í 1:3 sigri í Grindavík.
Leikurinn á morgun sker úr um það hvort liðið leikur bikarúrslitaleik 5. september. Liðin sem mætast í hinum undanúrslitaleiknum eru Keflavík úr B-deildinni og KR úr A-deildinni.