300.000. farþegi Herjólfs í ár
22. desember, 2015
Í dag 22. desember 2015 fór fjöldi farþega Herjólfs í fyrsta skiptið yfir 300.000.
Farþegi nr. 300.000 heitir Guðrún María Stefánsdóttir og er búsett á Eyjunni fögru. Guðrún María kom um borð í Herjólf í dag í �?orlákshöfn í ferð til Eyja 11:45 og var farþegi nr. 50 að ganga um borð og fylgdist Hallgrímur Hauksson skipstjóri vel með fjöldanum.
Af þessu tilefni færði Eimskip/Herjólfur henni gjafir sem voru ferðir með Herjólfi, tvo miða á hina glæsilegu Eyjatónleika �??�?ar sem hjartað slær�?? sem verða 23. janúar í Hörpu n.k., hótelgistingu á Arnarhvoli sem er í næsta húsi við Hörpuna og kvöldverður fyrir tvo á SKY veitingastaðnum á efstu hæðinni í Arnarhvoli auk gjafakörfu með allskonar jólagóðgæti úr Vöruvali í Vestmannaeyjum og að sjálfsögðu konfekt og blóm.
Á myndinni eru auk Guðrúnar Maríu börnin hennar tvo, Víkingur Ari og Perla Kristín, Hallgrímur Hauksson skipstjóri Herjólfs, Rannveig Ísfjörð afgreiðslustjóri Herjólfs í Vestmannaeyjum og Gunnlaugur Grettisson forstöðumaður ferjurekstrar Eimskips.
No data was found
Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst