Héraðsdómur Suðurlands dæmdi í vikunni karlmann á fertugsaldri í 400 þúsund króna sekt og svipti hann ökuréttindum í 14 mánuði eftir að hann var staðinn að því að aka bíl á 143 km hraða á Suðurlandsvegi í sumar undir miklum áhrifum amfetamíns og kannabisefna.
Við húsleit hjá manninum fannst smáræði af fíkniefnum en einnig fundust óskráður riffill og skotfæri. Maðurinn var ekki með skotvopnaleyfi og var vopnið gert upptækt.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst