Í dag eru 44 ár liðin frá Heimaeyjargosinu en það hófst 23. janúar 1973 og lauk þann 3. júlí sama ár. Af 5.500 íbúum Vestmannaeyja voru um 4.000 fluttir burt um nóttina, mestmegnis með skipum. Á næstu vikum voru búslóðir fólks fluttar burt að mestu. Gosið er það fyrsta og eina í Íslandssögunni sem hefst í byggð og þykir mikið mildi að ekki hafi orðið meira manntjón en raun ber vitni en aðeins einn maður dó og var það af völdum koldíoxíðeitrunar.
Frekari upplýsingar um gosið er að finna inn á
Heimaslóð.