Í tilefni að 50 ár eru frá fyrsta Íslandsmeistaratitli ÍBV í knattspyrnu komu þeir Einar Friðþjófsson og Friðfinnur Finnbogason færandi hendi og afhentu knattspyrnudeild ÍBV myndir af drengjunum sem skipuðu lið 4. fl. drengja.
Drengirnir voru sendir þjálfaralausir til Reykjavíkur og spiluðu alls fimm leiki í ferðinni. Í leikjunum fimm gerðu þeir sér lítið fyrir og skoruðu 49 mörk en fimm af þeim komu í úrslitaleiknum sjálfum gegn Valsmönnum sem endaði 5-2.
Meðfylgjandi er mynd af þeim Friðfinni Finnbogasyni (miðframvörður) og Einari Friðþjófssyni (vinstri bakvörður) afhenda Erni Hilmarssyni knattspyrnuráðsmanni ÍBV mynd af drengjunum sem skipuðu 4. fl. ÍBV árið 1964.