Hæsta hlutfall þeirra sem prófað hafa hass eða marijúana er á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum eða rúmlega 12%. Lægst var hlutfallið hins vegar á Norðurlandi vestra eða 5,5% en að um 10% unglinga í tíunda bekk hafa prófað hass eða marijúana.
Sama hlutfall, 10% unglinga í 10. bekk reykja daglega en hæst er hlutfallið á Suðurnesjum 16% og Reykjavík 15% og lægst á Norðurlandi vestra eða 3%. Á Suðurlandi reykja 6,5% unglingar í 6. til 10. bekk daglega.
40% unglinga í 10. bekk hafa orðið ölvuð síðastliðna 12 mánuði yfir landið allt en hæst er hlutfallið á Austurlandi eða rúm 49% en lægst hjá nágrönnum þeirra á Norðurlandi eystra eða 28%. Á suðurlandi hafa um 46% nemenda í 10. bekk orðið ölvuð síðustu 12 mánuði.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst