Hljómsveitin 7-und hefur ákveðið að koma saman aftur og spila á nokkrum dansleikjum í haust. Byrjað verður á Spot um helgina 3. okt en þá verður slegið upp Stórdansleik að hætti Eyjamanna ásamt Logum sem eru að fagna 45 ára starfsafmæli og svo Hljómsveitinni Hröfnum sem er skipuð gömlum unglingum úr Eyjum. 7-und var stofnuð 1984-5 af undilagi Pálma Lorens og starfaði hljómsveitin hjá Pálma á Skansinum og Gestgjafanum og sá þá um allann tónlistarflutning fyrir þessa staði.