Öllum textíll úrgang og skóm á að skila í sérsöfnun textíls, jafnvel þó hann sé ónothæfur (nema mjög óhreinn). Þetta kemur fram í tilkynningu á vef bæjaryfirvalda.
Textíll er mjög mengandi í framleiðslu t.d. vegna vatnsnotkunar, klórs og litarefna. Á þessu ári er gert ráð fyrir að 25.000 tonn af textíl muni vera skilað sem úrgang, jafnvel fatnaður sem hefur aldrei verið notaður. Aðeins brot öðlast framhaldslíf sem fatnaður.
Grenndarstöðvum er ætlað að gera skil á textíl aðgengileg og eru þær einungis ætlaðar fyrir minna magn, t.d. sem nemur einum haldapoka. Ef um mikið magn er að ræða skal textíl skilað á móttökustöð úrgangsefna við Eldfellsveg.
Því miður berst óæskilegur úrgangur í textíl söfnun. Því er mikilvægt fyrir meðhöndlun í næsta skrefi að sjá innihald pokanna.
Textíll fer ýmist endurnotaður sem fatnaður, endurunninn í upphaflegt hráefni (t.d. bómull verður nýr bómull), endurunninn í hráefni með minna virði (t.d. tuskur) eða nýttur í orku-endurvinnslu (brennslu). Aðeins lítill hluti af þeim fatnaði sem berst í söfnun textíls á sér framhaldslíf sem fatnaður. Því er besta lausnin að lengja líftíma textíls með því að selja, gefa, laga, eða finna önnur not.
Göngum vel um og munum að festa krækjuna sem heldur loki gámsins niðri, segir að endingu í tilkynningunni.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst