Í yfirliti KSÍ yfir aðsókn að leikjum Pepsídeildar karla síðastliðið sumar, kemur fram að meðal áhorfendafjöldi á leik hafi verið 1.122. Sem fyrr voru flestir áhorfendur á heimaleikjum KR eða 2.148 að meðaltali og 1.686 á heimaleikjum FH. Á heimaleiki ÍBV mættu að meðaltali 826 áhorfendur. Þá voru áhorfendur næstflestir á útileikjum ÍBV eða 1.347, en flestir á útileikjum KR eða 1.529.