ÍBV bætir við sig markmanni

Markvörðurinn Valentina Bonaiuto hefur gengið til liðs við ÍBV en hún hefur leikið með Clayton State háskólanum um nokkurra ára skeið.

Þessi 24 ára markvörður sem er frá Venesúela hefur verið viðloðandi landsliðið þeirra og kemur til með að styðja við Guðnýju Geirsdóttur markvörð ÍBV.

Hún hefur nú þegar hafið æfingar með liðinu og kann vel við sig á eyjunni eftir því sem fram kemur í frétt á vef ÍBV. ÍBV hefur leik í Bestu deild kvenna þann 25. apríl er Selfyssingar koma í heimsókn á Hásteinsvöll.

Nýjustu fréttir

Foreldrar Elliða stolt á leið til Danmerkur
Dýpi ekki nægjanlegt í Landeyjahöfn — Herjólfur fer til Þorlákshafnar
Sigurmark ÍBV kom í blálokin gegn Fram
Andlát: Þórunn Pálsdóttir
Mílan Jezdimirovic skrifar undir samning við ÍBV
Aukum loðnuveiðar
Eyjagöng gera samninga um jarðfræðirannsóknir
Kristmundur Axel meðal listamanna á Hljómey
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.