Vestmannaeyjabær tekur þátt í verkefni um Heilsueflandi samfélag
IMG 20201101 121245

Kynning á Heilsueflandi samfélagi fór fram á fundi Fjölskyldu- og tómstundaráðs í liðinni viku en meginmarkmið þess er að styðja samfélög í að skapa umhverfi og aðstæður sem stuðla að heilbrigðum lifnaðarháttum, heilsu og vellíðan allra íbúa.

Ráðið þakkaði í niðurstöðu sinni fyrir kynninguna og færir eftirfarandi til bókar. “Samfélagið í Vestmanneyjum ber sterk merki um heilsueflandi samfélag. Rík íþróttahefð, áhersla á lýðheilsu og forvarnir, heilsueflandi grunnskóli og leikskólar, samstarf við Janus heilsueflingu fyrir eldri borgara, Puffin Run, Vestmannaeyjahlaupið, öflugt íþróttastarf, góð íþróttaaðstaða og íþróttastefna með meginmarkmiðið “heillbrigð sál í hraustum líkama”. Í stefnu Vestmannaeyjabæjar er áhersla á þátttöku bæjarbúa, ekki síst barna og unglinga, í íþróttum sem og reglulega hreyfingu. Að ná virkri tengingu á milli forvarna og þátttöku í íþróttum. Áhersla á heilbrigðan lífstíl, virðingu, umhyggju, samstöðu og samkennd. Að efla skilning einstaklingsins á umhverfi sínu og tengja það íþróttastarfi. Og að lokum stuðningur bæjarins við afreksíþróttir og byggja upp afreksfólk m.a. í þeim tilgangi að skapa fyrirmyndir einstaklinga öðrum til hvatningar. Ráðið felur íþrótta-, æskulýðs- og tómstundafulltrúa að undirbúa að Vestmannaeyjabær taki formlega þátt í verkefni Landlæknisembættisins um Heilsueflandi samfélag.”

Nýjustu fréttir

Foreldrar Elliða stolt á leið til Danmerkur
Dýpi ekki nægjanlegt í Landeyjahöfn — Herjólfur fer til Þorlákshafnar
Sigurmark ÍBV kom í blálokin gegn Fram
Andlát: Þórunn Pálsdóttir
Mílan Jezdimirovic skrifar undir samning við ÍBV
Aukum loðnuveiðar
Eyjagöng gera samninga um jarðfræðirannsóknir
Kristmundur Axel meðal listamanna á Hljómey
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.