Vilja ráða sérfræðing í 70% stöðu vegna nemenda sem glíma við miklar áskoranir

Úthlutun kennslustunda til skólastarfs var til umræðu á fundi fræðsluráðs í vikunni en um var að ræða framhald af 4. máli 364. fundar fræðsluráðs. Áætlun um úthlutun kennslustunda og stöðugilda annarra starfsmanna skólaárið lögð fram til staðfestingar. Jafnframt óskar skólastjóri eftir heimild til að ráða sérfræðing í 70% stöðu vegna nemenda sem glíma við miklar áskoranir. Er sú beiðni í samræmi við tillögur faghóps sem tók út stoðkerfi skólans og voru samþykktar á 323. fundi ráðsins.

Ráðið samþykti í niðurstöðu sinni áætlun um úthlutun kennslustunda með umbeðinni viðbót, þ.e. 70% stöðugildi sérfræðings. Málinu var vísað til bæjarráðs vegna haustannar 2023. Framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs geri ráð fyrir kostnaði á vorönn í fjárhagsáætlun næsta árs.

Úthlutun til skólastarfs 2023-2024.pdf

Nýjustu fréttir

Foreldrar Elliða stolt á leið til Danmerkur
Dýpi ekki nægjanlegt í Landeyjahöfn — Herjólfur fer til Þorlákshafnar
Sigurmark ÍBV kom í blálokin gegn Fram
Andlát: Þórunn Pálsdóttir
Mílan Jezdimirovic skrifar undir samning við ÍBV
Aukum loðnuveiðar
Eyjagöng gera samninga um jarðfræðirannsóknir
Kristmundur Axel meðal listamanna á Hljómey
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.