Goslokalitahlaup í boði Ísfélagsins

Í tilefni þess að 50 ár eru frá því að eldgosið á Heimaey lauk verður hlaup í boði Ísfélagsins sem allir geta tekið þátt í þann 7. júlí kl. 15:30.

Rútuferðir verða í boði frá bílastæðinu austan við Fiskiðju kl. 14:45. Upphitun hefst kl. 15:15 undir stjórn Íþróttaálfsins og ræsir hann hlaupið með litasprengju kl. 15:30. Mælt er með því að mæta í hvítum bolum.

Hlaupaleiðin er 2,3 km. Hún hefst við Krossinn í Eldfellsgýg og lýkur á Nausthamarsbryggju. Hlaupið er ræst af stað klukkan 15:30, en keppendur verða að vera komnir við rásmark 15:15. Þeir sem forskrá sig og ljúka keppni fá verðlaunapening.

Einnig verður boðið upp á að byrja hlaupið á Skansinum. Sú leið er 300 m og endar á Nausthamarsbryggju.

Stutt frá endamarki er Vigtartorg. Þar hefst fjölskylduskemmtun að hlaupi loknu.

Skráning í hlaupið er á netskraning.is og verður skráning opin til kl. 14 föstudaginn 7. júlí. Það kostar ekkert að vera með og eru allir velkomnir að taka þátt.

Myndir af hlaupaleið og götulokunum:

Mynd: Vestmannaeyjabær.
Mynd: Vestmannaeyjabær.

Nýjustu fréttir

Mikil gróska í fimleikastarfi og mót framundan
Hlutafjáraukning Eyjaganga langt komin
Áframhaldandi hvassviðri út vikuna  
Áætlun um rýmingu Heimaeyjar eftir að Surtsey fór að gjósa
Loðnu að finna á stóru svæði
Íbúakosning samhliða næstu sveitarstjórnarkosningum
Nám sem tengir saman skóla, atvinnulíf og samfélag
Draumar æskuáranna rættust
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.