Emmsjé Gauti stendur fyrir Cover laga keppni Þjóðhátíðarlagsins og reglurnar eru einfaldar – flytja Þjóðhátíðarlagið hans „Þúsund hjörtu“ og leyfilegt er að flytja það hvernig sem fólk vill. Eina sem þarf að gera er að taka myndband af sér að spila lagið (eða bút úr því) og setja í story á Instagram eða á TikTok, tagga Gauta á InstaStory @emmsjegauti eða TikTok @emmsjeofficial. Allir sem taka þátt fá repost í story hjá honum. Gauti fer svo í gegnum allt og velur tvær bestu ábreiðurnar. Verðlaunin eru 2 miðar á Þjóðhátíð og kassi af Tuborg (ef keppandinn er 20 ára eða eldri). Keppnin stendur frá 7.-16.júlí.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst