Halda áfram með Út í sumarið

Ákveðið var að halda áfram með verkefnið Út í sumarið, þrátt fyrir að ekki hafi verið veittur styrkur í verkefnið frá félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu eins og undanfarin ár. Verkefnið er því aðeins minna í sniðum en áður hefur verið en markmiðið það sama að efla félagsstarf eldri borgara og minnka einangrun og einmannaleika.

Það sem af er sumri höfum við verið með tvo viðburði. Við byrjuðum á að fara í heimsókn í Fab lab þar sem Frosti tók vel á móti okkur og fræddi okkur um sterfsemina þar. Það kom mörgum á óvart hversu öflugt og flott starf er unnið í Fab lab. Í þessari viku fórum við svo í rútuferð um Eyjuna í samstarfi við Viking Tours. Þar voru sagðar margar skemmtilegar sögur og Eyjan fagra græna skoðuð í dásamlegu veðri. Tekið var hlé á bíltúrnum og farið í Tvistinn þar sem Biggi bauð öllum hópnum upp á ís í sólinni. Þetta var hinn skemmtilegasti ísbíltúr. Við viljum þakka Gunnari Inga og Auði hjá Viking Tours og Bigga í Tvistinum fyrir okkur. Næsti viðburður verður í ágúst og verður auglýstur síðar.

Ef þú ert með skemmtilega hugmynd eða ert tilbúinn að bjóða okkur að koma í heimsókn og kynna fyrir okkur starfsemi þíns/ykkar fyrirtækis langar okkur mjög mikið að heyra frá þér/ykkur. Sendið póst á thelma@vestmannaeyjar.is

Nýjustu fréttir

Sigurmark ÍBV kom í blálokin gegn Fram
Andlát: Þórunn Pálsdóttir
Mílan Jezdimirovic skrifar undir samning við ÍBV
Aukum loðnuveiðar
Eyjagöng gera samninga um jarðfræðirannsóknir
Kristmundur Axel meðal listamanna á Hljómey
Dýptarmæling í Landeyjahöfn í dag – uppfært
Rakel Rut Rúnarsdóttir fimleikakona ársins hjá Rán
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.