Drög að nýrri reglugerð um íbúakosningar sveitarfélaga hafa verið birt í samráðsgátt stjórnvalda. Markmiðið er að einfalda og minnka umfang íbúakosninga sveitarfélaga og veita sveitarfélögum meira vald hvað kosningarrétt varðar í ráðgefandi íbúakosningum. Reglugerðinni er jafnframt ætlað að auka lýðræðisþátttöku og sjálfbærni sveitarfélaga og efla þannig sveitarsjórnarstigið.
Skoða má drög að reglugerð um íbúakosningar í samráðsgátt hér. Hægt er að senda inn umsagnir eða ábendingar til og með 1. september nk.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst