ÍBV í fallsæti eftir annað svekkjandi jafntefli

Karlalið ÍBV í fótbolta situr enn í fallsæti eftir annað 2-2  jafntefli gegn fram í dag. ÍBV stendur í harðri fallbaráttu við Fram og HK um það að fylgja Keflavík niður um deild. Niðurstaðan í dag var svekkjandi jafntefli eftir hetjulega baráttu heimamanna sem þó voru undir lengst af í seinnihálfleik. Fyrsta mark leiksins skoraði Tiago Manuel Da Silva Fernandes fyrir fram á 52. mínútu. ÍBV jafnaði leikinn á 80. mínútu en þar var á ferðinni Sverrir Páll Hjaltested hann kom svo ÍBV yfir 5 mínútum seinna og þannig var staðan þar til mínúta var liðin af uppbótar tíma og Framarar jöfnuðu leikinn. Annan leikinn í röð þarf ÍBV að sætta sig við að fá á sig svekkjandi jöfnunar mark á lokamínútum leiksins. Umferðin klárast svo með tveimur leikjum á morgun en ljóst er að staða ÍBV er nokkuð snúin þegar þrjár umferðir eru eftir. Næsta verkefni ÍBV er að fara norður og etja kappi við KA á fimmtudag.

Nýjustu fréttir

Rakel Rut Rúnarsdóttir fimleikakona ársins hjá Rán
Grjótharðir Glacier Guys í Eyjafréttum í dag
Loðnuráðgjöf hækkuð í 197 þúsund tonn
Önnur sýning á lifandi kvikmyndum í Sagnheimum
Eyjafréttir í nýjum búningi á nýju ári
ÍBV tekur á móti Fram í kvöld
Elliði maður leiksins og Ísland í undanúrslit
Beðið með eftirvæntingu eftir loðnuráðgjöf
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.