ÍBV áfram í Evrópukeppninni en urðu fyrir áfalli

ÍBV er komið áfram í aðra umferð, 32-liða úrslit, Evrópubikarkeppni kvenna í handknattleik þrátt fyrir tap í síðari leiknum við Colegio de Gaia í Portúgal á laugardag, 27:26. ÍBV vann fyrri viðureignina með fjögurra marka mun, 27:23, eftir að hafa skorað sex síðustu mörkin. Liðið mátti því alveg við því að það gæfi aðeins á bátinn í síðari viðureigninni. Samanlagður sigur, 53:50. Nafn ÍBV verður þar með í pottinum á þriðjudaginn þegar dregið verður í næstu umferð keppninnar.

Liðið varð þó fyrir áfalli á laugardaginn í síðari leiknum en átta mínútum fyrir leikslok sleit Britney Cots hásin á vinstri fæti. Reikna má með hálfs árs fjarveru hennar frá handknattleiksvellinum. Britney gekk til liðs við ÍBV í sumar. Hún er að hefja sitt fimmta keppnistímabil hér á landi en áður hefur Britney, sem er landsliðskona Senegal, leikið með FH og Stjörnunni. Meiðslin koma ennfremur í veg fyrir að hún eigi möguleika á að blanda sér í keppnishóp Senegal á HM kvenna undir lok ársins. Britney lék með landsliðið Senegal í Afríkukeppninni þegar liðið tryggði sér HM-farseðilinn.

Nýjustu fréttir

Loðnuráðgjöf hækkuð í 197 þúsund tonn
Önnur sýning á lifandi kvikmyndum í Sagnheimum
Eyjafréttir í nýjum búningi á nýju ári
ÍBV tekur á móti Fram í kvöld
Elliði maður leiksins og Ísland í undanúrslit
Beðið með eftirvæntingu eftir loðnuráðgjöf
KR-ingur á láni til ÍBV
Elliði Snær skoraði átta mörk í jafntefli Íslands
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.