„Dræm þátttaka þingmanna á fund með sveitarstjórnarfólki á Vestfjörðum endurspeglar áhugaleysi að mati stjórnarmanns í fjórðungssambandi Vestfirðinga. Aðeins tveir þingmenn kjördæmisins boðuðu komu sína á fund með sveitarstjórum landshlutans,“ segir á ruv.is um heimsókn þingmanna til Vestfjarða í gær. Aðeins tveir af átta boðuðu komu sína sem Vestfirðingum fannst klént og afboðuðu fundinn.
Ekki voru heimturnar betri í gær í Vestmannaeyjum og verri sé miðað við fjölda þingmanna í Suðurkjördæmi. Aðeins tveir af tíu sáu ástæðu til að kíkja til Eyja til að funda með bæjarstjórn, Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra og Ásmundur Friðriksson, bæði þingmenn Sjálfstæðisflokksins. Hist var í Ráðhúsinu og lét Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í ljós megna óánægju á lélegri mætingu þingmanna. Fundurinn var þó haldinn enda mörg mál og þung sem hvíla á Eyjafólki þessa dagana.
Þau sem ekki mættu eru: Birgir Þórarinsson Sjálfstæðisflokki, Guðbrandur Einarsson Viðreisn, Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Framsóknarflokki, Jóhann Friðrik Friðriksson Framsóknarflokki, Odndný G. Harðardóttir Samfylkingu, Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra Framsóknarflokki og Vilhjálmur Árnason Sjálfstæðisflokki.
Mynd: Þrátt fyrir þingmannaþurð var létt yfir fólki á fundinum í gær.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst