Allt undir á Hásteinsvelli á morgun

ÍBV verður á morgun í harðri baráttu við Fram, HK og Fylki um að halda sæti sínu í Bestu deild karla. Sigur á HK á útivelli um síðustu helgi, 0:1 gaf Eyjamönnum líflínu. Keflavík, sem mætir á Hásteinsvöll á morgun er fallið  en er sýnd veiði en ekki gefin. Sigur á laugardaginn er skilyrði ætli ÍBV að halda sæti sínu í Bestu deildinni. Auk þess verða Eyjamenn að treysta á hagstæð úrslit í öðrum leikjum lokaumferðarinnar til að eiga möguleika.

Fram stendur best liðanna með 27 stig og tólf mörk í mínus. HK er einnig með 27 stig og þrettán mörk í mínus, Fylkir 26 stig og 16 mörk í mínus og ÍBV með 24 og 19 mörk í mínus. Fylkir og Fram mætast í lokaumferðinni og HK og KA. Möguleikar ÍBV eru nokkrir og spennan á botninum mikil. Það er bara að fjölmenna á Hásteinsvöll á laugardaginn og vona að fótboltaguðinn verði á okkar bandi.

Mynd Sigfús Gunnar. Hart tekist á í leik ÍBV og Keflavíkur á Hásteinsvelli í sumar.

Nýjustu fréttir

Góður mánudagur sem varð enn betri!
Fimm skip til loðnuleitar
Löndun Breka VE í Grundarfirði – flókið verkefni og fumlaus vinnubrögð
Gong slökun, endurstilling í hraða nútímans
Bæjarráð gagnrýnir samgönguáætlun
Elliði með fimm mörk í stórsigri Íslands
Herjólfur í Þorlákshöfn í dag og á morgun
Orkumálin til skoðunar hjá ráðherra
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.