Eyjamenn urðu að bíta í það súra epli að falla úr Bestu deildinni eftir 1:1 jafntefi á Hásteinsvelli í dag gegn Keflavík sem þegar var fallið. Eyjamenn þurftu sigur og hagstæð úrslit í öðrum leikjum neðri hluta deildarinnar. Það gekk ekki eftir og því fór sem fór.
Súrt í broti fyrir leikmenn, þjálfara, ÍBV, stuðningsmenn og Vestmannaeyjar í heild. Það sem gerir þetta enn sárara er að konurnar féllu líka eins og KFS sem fór niður um deild. Skellurinn er því þrefaldur og verk að vinna alla sem unna knattspyrnu og öðrum íþróttum í Vestmannaeyjum.
Mynd Sigfús Gunnar – Það varð hlutskipti ÍBV og Keflavíkur að falla. Frá leik þeirra á Hásteinsvelli í sumar.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst